Sigurbjörgu líður betur - Fer til læknis á fimmtudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 06:30 Sigurbjörg hefur spilað mjög vel fyrir Fram. vísir/Valli Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn ÍBV á laugardaginn eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eftir að hún reyndi við skot að marki ÍBV meiddist hún á hné og þurfti að fara af velli. „Ég var í uppstökki í gær (fyrradag) og það kom snúningur eða slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig,“ sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið á sunndaginn. Þegar blaðið ræddi við Sigurbjörgu í gær kvaðst hún hafa það ágætt en það væri vissulega vegna þess að engin áreynsla væri á hnénu. „Mér líður alveg bærilega en ég er líka bara frekar róleg og er að hvíla mig. Þá er ég ekki með mikla verki,“ segir Sigurbjörg sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvort krossbandið sé slitið eins og óttast var. „Ég held í vonina um að þetta sé ekki eins alvarlegt og maður óttast. Ég vona bara að þetta sé ekki jafn alvarlegt og ég geti náð mér á skemmri tíma,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi, en hún fær ekki að vita hvað amar að fyrr en undir lok vikunnar. „Ég fæ tíma hjá lækni á fimmtudaginn og vonandi myndatöku í kjölfarið. Þá fæ ég að vita hversu alvarlegt þetta er,“ segir Sigurbjörg við Fréttablaðið. Það er ljóst að hún verður ekki með Fram þegar liðið mætir HK næsta laugardag, en það yrði mikið áfall fyrir Safamýrarstúlkur að missa Sigurbjörgu í langvarandi meiðsli. Hún hefur verið besti leikmaður deildarinnar til þessa og var kjörin sá besti þegar fyrri helmingurinn deildarinnar var gerður upp fyrir áramót. Fyrir utan það að stýra leik Framliðsins hefur hún verið drjúg í markaskorun og er næstmarkahæst í liðinu með 72 mörk, aðeins fimm mörkum minna en ungstirnið Ragnheiður Júlíusdóttir. Fram er í öðru sæti Olís-deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Gróttu sem gerði óvænt jafntefli við Fylki um helgina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn ÍBV á laugardaginn eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eftir að hún reyndi við skot að marki ÍBV meiddist hún á hné og þurfti að fara af velli. „Ég var í uppstökki í gær (fyrradag) og það kom snúningur eða slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig,“ sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið á sunndaginn. Þegar blaðið ræddi við Sigurbjörgu í gær kvaðst hún hafa það ágætt en það væri vissulega vegna þess að engin áreynsla væri á hnénu. „Mér líður alveg bærilega en ég er líka bara frekar róleg og er að hvíla mig. Þá er ég ekki með mikla verki,“ segir Sigurbjörg sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvort krossbandið sé slitið eins og óttast var. „Ég held í vonina um að þetta sé ekki eins alvarlegt og maður óttast. Ég vona bara að þetta sé ekki jafn alvarlegt og ég geti náð mér á skemmri tíma,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi, en hún fær ekki að vita hvað amar að fyrr en undir lok vikunnar. „Ég fæ tíma hjá lækni á fimmtudaginn og vonandi myndatöku í kjölfarið. Þá fæ ég að vita hversu alvarlegt þetta er,“ segir Sigurbjörg við Fréttablaðið. Það er ljóst að hún verður ekki með Fram þegar liðið mætir HK næsta laugardag, en það yrði mikið áfall fyrir Safamýrarstúlkur að missa Sigurbjörgu í langvarandi meiðsli. Hún hefur verið besti leikmaður deildarinnar til þessa og var kjörin sá besti þegar fyrri helmingurinn deildarinnar var gerður upp fyrir áramót. Fyrir utan það að stýra leik Framliðsins hefur hún verið drjúg í markaskorun og er næstmarkahæst í liðinu með 72 mörk, aðeins fimm mörkum minna en ungstirnið Ragnheiður Júlíusdóttir. Fram er í öðru sæti Olís-deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Gróttu sem gerði óvænt jafntefli við Fylki um helgina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni