Glaður hópur tók við viðurkenningum Hagþenkis í gær. Hver hlýtur verðlaunin kemur í ljós í mars.Þeir höfundar sem tilnefndir eru til viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfu fræðirita og kennsluefnis á síðasta ári eru Ágúst Einarsson fyrir Hagræn áhrif ritlistar, Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason fyrir Orðbragð, Guðrún Kristinsdóttir fyrir ritstjórn á Ofbeldi á heimili, Kristján Jóhann Jónsson fyrir bókina um Grím Thomsen og Jón G. Friðjónsson fyrir Orð að sönnu.
Jónas Kristjánsson sem nú er látinn og Vésteinn Ólason gáfu út Eddukvæði I og II og Páll Skúlason bækur um háskólapælingar og náttúrupælingar sem eru meðal útvaldra.
Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson eru tilnefnd fyrir kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla, Snorri Baldursson fyrir bókina Lífríki Íslands og Úlfhildur Dagsdóttir fyrir bókina Myndasagan – Hetjur, skrýmsl og skattborgarar.