Menning

Fagna birtunni með tónum og textum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þær Sophia og Anna ætla að flytja tónlist við allra hæfi.
Þær Sophia og Anna ætla að flytja tónlist við allra hæfi.
„Við ætlum að leiða fólk með tónum og textum úr myrkri og kulda í ljós og yl. Okkur finnst svo þarft fyrir sálarlífið að fagna því að við Íslendingar erum að færa okkur úr myrkrinu yfir í birtuna,“ segir Anna Jónsdóttir sópransöngkona um tónleika sem hún og Sophia Schoonjans hörpuleikari eru með í Hannesarholti á morgun, sunnudag, klukkan 15.

Við erum með tónlist eftir Mozart og Schubert, íslensk þjóðlög og líka ensk og þýsk. Ég held að þetta sé tónlist við allra hæfi, innlendra sem erlendra.“

Tónleikarnir tilheyra röðinni Konsert með kaffinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×