Sælgætisverslun ríkisins Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Eins og lopapeysuklæddur pollabuxnahnakki drapst áfengisfrumvarpið áður en það komast á áfangastað. Við þurfum því ekki aðeins að greiða með verslunarrekstri um allt land heldur þurfum við líka að borga fólki fyrir að ákveða hvaða áfengisumbúðir þykja við hæfi. Frábært. Enginn hefur sloppið lifandi frá lífinu þó ríkið reyni vissulega að passa okkur. En væri ekki hægt að passa okkur aðeins betur? Ríkið gæti til dæmis haldið utan um kvikmyndasýningar. Kvikmyndir eru stórhættulegar eins og fólk hefur til að mynda verið hvatt til að sniðganga 50 Shades of Grey (50 sinnum segðu já) vegna þess að boðskapur hennar þykir ekki bara hættulegur heldur gefur hún kolranga mynd af kvalalosta. Kvikmyndir hafa hingað til gefið fullkomlega raunsæja mynd af samfélaginu (sbr. Space Jam) og með því að bjóða upp á óheftan aðgang að mynd um slæman mann erum við að bjóða hættunni heim. Bílar eru líka stórhættulegir – við þurfum því að koma á fót bílasölu ríkisins. Að ríkið annist sölu á bílum hefur fjölmarga kosti í för með sér. Hægt væri að einskorða sölu á bílum við sérstakan ríkisbíl, til dæmis Nissan eða eitthvað, sem myndi á augabragði eyða óþarfa afbrýðisemi í landinu (ég mætti konu á Teslu um daginn og gat hvorki borðað né sofið í marga daga). Sælgæti er líka að drepa okkur öll. Látum ríkið annast sölu á því. Sælgætisverslun ríkisins gæti til dæmis sett kvóta á sælgætisneyslu þjóðarinnar. Fyrir mann eins og mig sem verður gjörsamlega andsetinn á laugardögum og er tilbúinn að fórna lífi sínu á súkkulaðihjúpuðu altari Nóa Síríusar væri gott að fá bara einhvers konar vikulega úthlutun. Hvað á ég að þurfa að spóla í gegnum marga poka af Kúlusúkki áður en ríkisstjórnin grípur í taumana? Loks þarf að koma í veg fyrir að fólk trufli störf alþingismanna með því að senda þeim póst. Internetsía myndi redda því. Þá erum við góð í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Eins og lopapeysuklæddur pollabuxnahnakki drapst áfengisfrumvarpið áður en það komast á áfangastað. Við þurfum því ekki aðeins að greiða með verslunarrekstri um allt land heldur þurfum við líka að borga fólki fyrir að ákveða hvaða áfengisumbúðir þykja við hæfi. Frábært. Enginn hefur sloppið lifandi frá lífinu þó ríkið reyni vissulega að passa okkur. En væri ekki hægt að passa okkur aðeins betur? Ríkið gæti til dæmis haldið utan um kvikmyndasýningar. Kvikmyndir eru stórhættulegar eins og fólk hefur til að mynda verið hvatt til að sniðganga 50 Shades of Grey (50 sinnum segðu já) vegna þess að boðskapur hennar þykir ekki bara hættulegur heldur gefur hún kolranga mynd af kvalalosta. Kvikmyndir hafa hingað til gefið fullkomlega raunsæja mynd af samfélaginu (sbr. Space Jam) og með því að bjóða upp á óheftan aðgang að mynd um slæman mann erum við að bjóða hættunni heim. Bílar eru líka stórhættulegir – við þurfum því að koma á fót bílasölu ríkisins. Að ríkið annist sölu á bílum hefur fjölmarga kosti í för með sér. Hægt væri að einskorða sölu á bílum við sérstakan ríkisbíl, til dæmis Nissan eða eitthvað, sem myndi á augabragði eyða óþarfa afbrýðisemi í landinu (ég mætti konu á Teslu um daginn og gat hvorki borðað né sofið í marga daga). Sælgæti er líka að drepa okkur öll. Látum ríkið annast sölu á því. Sælgætisverslun ríkisins gæti til dæmis sett kvóta á sælgætisneyslu þjóðarinnar. Fyrir mann eins og mig sem verður gjörsamlega andsetinn á laugardögum og er tilbúinn að fórna lífi sínu á súkkulaðihjúpuðu altari Nóa Síríusar væri gott að fá bara einhvers konar vikulega úthlutun. Hvað á ég að þurfa að spóla í gegnum marga poka af Kúlusúkki áður en ríkisstjórnin grípur í taumana? Loks þarf að koma í veg fyrir að fólk trufli störf alþingismanna með því að senda þeim póst. Internetsía myndi redda því. Þá erum við góð í bili.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun