Sannar og ósannar minningar í sögum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 12:00 „Við höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður,“ segir Gréta. Vísir/Stefán „Gestirnir sem halda erindi í ár eru Hallgrímur Helgason, Kristín Steinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir og fyrirlestrarnir heita athyglisverðum nöfnum, Handsprengja á náttborðinu, Nokkrar konur og ein í dyragættinni og Hvað veit ég um mömmu?“ Þannig byrjar Gréta Sigurðardóttir að lýsa Júlíönu – hátíð sögu og bóka sem hefst í kvöld í Stykkishólmi og stendur fram á sunnudag. Viðfangsefnið í ár er minningar, sannar og ósannar, í sögum og bókum. Auk þeirra þátttakenda sem upp eru taldir má nefna Helgu Guðrúnu Johnson sem les úr bókinni Saga þeirra sagan mín í Bókaverzlun Breiðafjarðar, Önnu Margréti Ólafsdóttur sem verður með sögustund fyrir börn á Hótel Egilsen og grunnskólabörn sem eru með sýningu á verkefnum í Amtsbókasafninu. Hátíðin hefst í kvöld klukkan átta í Vatnasafninu með tónum frá Söngsveitinni Blæ og úthlutun viðurkenninga í myndbandasamkeppni grunnskólans. „Við vinnum með skólanum og erum líka með sögustundir í heimahúsum á föstudagskvöld, Stykkishólmur er ríkur af gömlum húsum, þau eru okkar menningararfur að hluta og þar verða fluttar sögur sem sumar tengjast húsunum,“ lýsir Gréta. Júlíönuhátíðin er sú þriðja í röðinni á jafnmörgum árum. „Ég fékk til liðs við mig þrjár góðar og vitrar konur í Hólminum, þær Þórunni Sigþórsdóttur landvörð, Dagbjörtu Höskuldsdóttur, fyrrverandi bóksala, og Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, kennda við Leir 7,“ rifjar Gréta upp. „Þá var ég búin að ákveða hvað hátíðin ætti að heita. Júlíana Jónsdóttir var bæði í Akureyjum á Breiðafirði og Stykkishólmi og gaf út bók fyrst kvenna á Íslandi, ljóðabókina Stúlka sem kom út 1876. Ekki nóg með það heldur skrifaði Júlíana líka fyrsta leikverk sem flutt var opinberlega eftir íslenska konu, það hét Víg Kjartans Ólafssonar. Alexía Björk Jóhannesdóttir leikkona flutti það á bókahátíðinni í fyrra.“ Gréta stjórnar Hótel Egilsen sem er sögu- og bókahótel og hún segir fyrri bókahátíðir þar hafa verið afar vel heppnaðar. „Við vorum blautar bak við eyrun þegar við byrjuðum en höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður, svo það hefur sagt já eins og skot.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Gestirnir sem halda erindi í ár eru Hallgrímur Helgason, Kristín Steinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir og fyrirlestrarnir heita athyglisverðum nöfnum, Handsprengja á náttborðinu, Nokkrar konur og ein í dyragættinni og Hvað veit ég um mömmu?“ Þannig byrjar Gréta Sigurðardóttir að lýsa Júlíönu – hátíð sögu og bóka sem hefst í kvöld í Stykkishólmi og stendur fram á sunnudag. Viðfangsefnið í ár er minningar, sannar og ósannar, í sögum og bókum. Auk þeirra þátttakenda sem upp eru taldir má nefna Helgu Guðrúnu Johnson sem les úr bókinni Saga þeirra sagan mín í Bókaverzlun Breiðafjarðar, Önnu Margréti Ólafsdóttur sem verður með sögustund fyrir börn á Hótel Egilsen og grunnskólabörn sem eru með sýningu á verkefnum í Amtsbókasafninu. Hátíðin hefst í kvöld klukkan átta í Vatnasafninu með tónum frá Söngsveitinni Blæ og úthlutun viðurkenninga í myndbandasamkeppni grunnskólans. „Við vinnum með skólanum og erum líka með sögustundir í heimahúsum á föstudagskvöld, Stykkishólmur er ríkur af gömlum húsum, þau eru okkar menningararfur að hluta og þar verða fluttar sögur sem sumar tengjast húsunum,“ lýsir Gréta. Júlíönuhátíðin er sú þriðja í röðinni á jafnmörgum árum. „Ég fékk til liðs við mig þrjár góðar og vitrar konur í Hólminum, þær Þórunni Sigþórsdóttur landvörð, Dagbjörtu Höskuldsdóttur, fyrrverandi bóksala, og Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, kennda við Leir 7,“ rifjar Gréta upp. „Þá var ég búin að ákveða hvað hátíðin ætti að heita. Júlíana Jónsdóttir var bæði í Akureyjum á Breiðafirði og Stykkishólmi og gaf út bók fyrst kvenna á Íslandi, ljóðabókina Stúlka sem kom út 1876. Ekki nóg með það heldur skrifaði Júlíana líka fyrsta leikverk sem flutt var opinberlega eftir íslenska konu, það hét Víg Kjartans Ólafssonar. Alexía Björk Jóhannesdóttir leikkona flutti það á bókahátíðinni í fyrra.“ Gréta stjórnar Hótel Egilsen sem er sögu- og bókahótel og hún segir fyrri bókahátíðir þar hafa verið afar vel heppnaðar. „Við vorum blautar bak við eyrun þegar við byrjuðum en höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður, svo það hefur sagt já eins og skot.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið