Lagerstarfsmaður í hjarta mínu Atli Fannar Bjarkason skrifar 5. mars 2015 07:00 Stundum líður mér eins og ég sé á rangri hillu í lífinu. Eins og starfsferillinn sem ég valdi fyrir tæpum áratug hafi verið skref í ranga átt. Að kröftum mínum og tíma væri betur varið annars staðar en í fjölmiðlum. Einu sinni starfaði ég í afgreiðslukæli í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þetta var nokkurs konar lagerstarf. Ég tók við pöntunum frá fyrirtækjum, stórum og smáum, raðaði vörum í grindur og keyrði þær loks út í flutningabíla sem tóku stefnu í austur eða vestur – eftir því hvort vörurnar væru á leiðinni í Hótel Örk í Hveragerði eða í Söluskálann Landvegamótum rétt hjá Hellu. Þrátt fyrir að það sé langt síðan ég sagði skilið við endasleppan feril í kælinum þá er ég í hjarta mínu ennþá lagerstarfsmaður. Að kaupa færri en tvær tannkremstúbur í einu er í besta falli tímasóun. Það er fátt verra en að koma að þurrausinni tannkremstúbu að morgni og neyðast til að grípa til lyfleysulausna á borð við að tyggja tyggjó til að losna við uppsafnaðan næturfnykinn úr munninum. Svipað slæmt er að stíga inn í sturtu, aðeins til að komast að því að sturtusápan hefur verið drýgð svo lengi að innihald flöskunnar er nær því að vera vatn en hreinsiefni. Þess vegna kaupi ég yfirleitt þrjár til fjórar flöskur af sturtusápu þegar það byrjar að sjá á lagernum. Sama regla gildir um ýmislegt annað á heimilinu, allt frá sokkum til sælgætis. Alls staðar þarf birgðastaðan að vera góð svo lífið geti gengið skakkafallalaust fyrir sig. Góður lager er til marks um skýra framtíðarsýn. Með því að eyða örlítið meira en maður þarf í hverri verslunarferð er maður að sjá til þess að áföll á borð við tannkremsskort eigi sér ekki stað. Ekkert kemur góðum lagermanni á óvart. Ekkert klárast á góðum lager. Munum það nú þegar við erum byrjuð að hafa áhyggjur af stærð bankanna. Aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Stundum líður mér eins og ég sé á rangri hillu í lífinu. Eins og starfsferillinn sem ég valdi fyrir tæpum áratug hafi verið skref í ranga átt. Að kröftum mínum og tíma væri betur varið annars staðar en í fjölmiðlum. Einu sinni starfaði ég í afgreiðslukæli í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þetta var nokkurs konar lagerstarf. Ég tók við pöntunum frá fyrirtækjum, stórum og smáum, raðaði vörum í grindur og keyrði þær loks út í flutningabíla sem tóku stefnu í austur eða vestur – eftir því hvort vörurnar væru á leiðinni í Hótel Örk í Hveragerði eða í Söluskálann Landvegamótum rétt hjá Hellu. Þrátt fyrir að það sé langt síðan ég sagði skilið við endasleppan feril í kælinum þá er ég í hjarta mínu ennþá lagerstarfsmaður. Að kaupa færri en tvær tannkremstúbur í einu er í besta falli tímasóun. Það er fátt verra en að koma að þurrausinni tannkremstúbu að morgni og neyðast til að grípa til lyfleysulausna á borð við að tyggja tyggjó til að losna við uppsafnaðan næturfnykinn úr munninum. Svipað slæmt er að stíga inn í sturtu, aðeins til að komast að því að sturtusápan hefur verið drýgð svo lengi að innihald flöskunnar er nær því að vera vatn en hreinsiefni. Þess vegna kaupi ég yfirleitt þrjár til fjórar flöskur af sturtusápu þegar það byrjar að sjá á lagernum. Sama regla gildir um ýmislegt annað á heimilinu, allt frá sokkum til sælgætis. Alls staðar þarf birgðastaðan að vera góð svo lífið geti gengið skakkafallalaust fyrir sig. Góður lager er til marks um skýra framtíðarsýn. Með því að eyða örlítið meira en maður þarf í hverri verslunarferð er maður að sjá til þess að áföll á borð við tannkremsskort eigi sér ekki stað. Ekkert kemur góðum lagermanni á óvart. Ekkert klárast á góðum lager. Munum það nú þegar við erum byrjuð að hafa áhyggjur af stærð bankanna. Aftur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun