Hindberjahrákaka með pekanhnetubotni Rikka skrifar 6. mars 2015 13:00 Vísir/Getty Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson kemur hér með uppskrift úr þætti sínum í gær, Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Kakan er ljúffeng og líka bráðholl. Hindberjahrákaka með pekanhnetubotni Botn 5 dl pekanhnetur 3 dl döðlur 1 dl kakó 3 msk. kókosolía vanilluduft salt Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið í um 2-3 mín. Smyrjið form með kókosolíu og setjið blönduna í botninn og þjappið vel.Hindberjakrem 3 dl hindber 1 dl agavesíróp 2 dl kasjúhnetur (búnar að liggja í bleyti í tvo tíma) ½ dl kókosolía 1 tsk. chia-fræ 1 tsk. sjávarsalt vanilla 3 dl frosin hindber Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið saman í um 3 mín. eða þar til kremið er orðið flauelsmjúkt. Hellið 1/3 af kreminu yfir botninn og dreifið úr því með skeið. Raðið svo frosnu hindberjunum yfir allt kremið. Hellið restinni af kreminu yfir hindberin og smyrjið því jafnt yfir.Karamella 1dl hlynsýróp 1 dl kókosolía (við stofuhita) 1 dl hnetusmjör salthnetur Setjið allt hráefnið saman í blandara og maukið saman í um 3 mín. Hellið karamellunni yfir og smyrjið vel út í alla kanta. Setjið kökuna inn í frysti og látið hana vera þar í 12 tíma. Gott er að taka kökuna út um 30 mín. áður en á að borða hana. Skreytið kökuna eftir smekk t.d. með ferskum bláberjum og jarðarberjum. Eyþór Rúnarsson Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson kemur hér með uppskrift úr þætti sínum í gær, Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Kakan er ljúffeng og líka bráðholl. Hindberjahrákaka með pekanhnetubotni Botn 5 dl pekanhnetur 3 dl döðlur 1 dl kakó 3 msk. kókosolía vanilluduft salt Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið í um 2-3 mín. Smyrjið form með kókosolíu og setjið blönduna í botninn og þjappið vel.Hindberjakrem 3 dl hindber 1 dl agavesíróp 2 dl kasjúhnetur (búnar að liggja í bleyti í tvo tíma) ½ dl kókosolía 1 tsk. chia-fræ 1 tsk. sjávarsalt vanilla 3 dl frosin hindber Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið saman í um 3 mín. eða þar til kremið er orðið flauelsmjúkt. Hellið 1/3 af kreminu yfir botninn og dreifið úr því með skeið. Raðið svo frosnu hindberjunum yfir allt kremið. Hellið restinni af kreminu yfir hindberin og smyrjið því jafnt yfir.Karamella 1dl hlynsýróp 1 dl kókosolía (við stofuhita) 1 dl hnetusmjör salthnetur Setjið allt hráefnið saman í blandara og maukið saman í um 3 mín. Hellið karamellunni yfir og smyrjið vel út í alla kanta. Setjið kökuna inn í frysti og látið hana vera þar í 12 tíma. Gott er að taka kökuna út um 30 mín. áður en á að borða hana. Skreytið kökuna eftir smekk t.d. með ferskum bláberjum og jarðarberjum.
Eyþór Rúnarsson Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið