Sölumenn snákaolíu eru níðingar Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Dagurinn sem ég pissaði á prik hefði átt að vera dagur jákvæðra strauma og hamingjuóska. Til stóð að skála í einhverju óáfengu. En svo gerðist dálítið skrýtið. Það var snemma morguns, fyrir rúmum tveimur árum, sem ég fékk staðfestingu þess að ég væri ólétt af fyrsta barni (engar áhyggjur, kæri lesandi, þetta er ekki svona „kvenna-pistill“, þér er óhætt að lesa áfram). Eftir að hafa fagnað í huganum, panikkað og fagnað meira reyndi ég að setja á ís hugleiðingar um hvernig líf mitt myndi nú umturnast. Ég þurfti jú að mæta í vinnuna. Þessir pistlar skrifa sig ekki sjálfir. Ég kveikti á tölvunni. Fjórir nýir tölvupóstar. Fimm. Sex. Ég hafði ekki við að opna þá. Innihaldinu rigndi yfir daginn minn eins og brennisteini yfir blómaengi. Um morguninn hafði birst eftir mig pistill í Fréttablaðinu og á visir.is þar sem ég gagnrýndi óhefðbundnar lækningar. Orðbragð á internetinu hefur verið umtalað síðustu ár fyrir að vera óvægið. Eftir að hafa starfað sem pistlahöfundur í áratug taldi ég mig hins vegar hafa heyrt öll uppnefnin, fengið að njóta allra mögulegra illa stafsettra hrakyrða frá Virkum í athugasemdum. Í ljós kom að svo var ekki. Aldrei fyrr hafði ég séð aðra eins holskeflu haturs og heiftar. Ég var kölluð morðingi fyrir að grafa undan óhefðbundnum lækningum. Mér var sagt að ég ætti skilið að fá ólæknandi sjúkdóm og deyja. Helst með mjög kvalafullum hætti. Í fyrstu var ég hissa. En svo varð ég reið. Hvernig dirfðist þetta ókunnuga fólk að varpa sínum hatursfulla skugga á pissað-á-prik-daginn minn? Ekki leið þó á löngu uns rann upp fyrir mér ljós.Allra meina bót „Maður grípur í allt sem hægt er,“ sagði Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, í umtöluðum Kastljóssþætti fyrr í vikunni þar sem fjallað var um óhefðbundnar lækningaleiðir sem gjarnan eru seldar veiku og jafnvel dauðvona fólki. „Þegar maður er greindur þá er þetta dauðadómur og þú reiknar bara með örstuttum tíma og þá hefst þessi leit að lækningu,“ sagði Guðjón um aðstæðurnar sem rækju marga í vafasama vegferð í leit að bata. Þegar ég var unglingur fór ég stundum með öldruðum konum í fjölskyldunni að sækja lúpínuseyði til manns sem bruggaði það heima hjá sér og afhenti fólki ókeypis. Seyðið átti að vera heilsudrykkur, nánast allra meina bót. Bragðvondan drykkinn píndu konurnar ofan í sig með ósk um stundarfróun frá kvillum sínum og almennri vanlíðan. Sumt fólk tók þetta þó lengra og taldi seyðið lækna alvarlega sjúkóma á borð við krabbamein. En batinn lét á sér standa. Ég skildi aldrei hvers vegna eldklárar, lífsreyndar konur létu freistast af þessu blessaða lúpínuseyði. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég kveikti á perunni.Ástæða bölbænanna Ég hafði álitið það hatur, tilfinninguna sem fyllti pósthólfið mitt daginn sem ég pissaði á prikið. En það var ekki hatur. Það var örvænting. Alveg eins og ástæða þess að klárar konur féllu fyrir tálsýninni sem lúpínuseyðið bauð. Í ljós kom að sumir bréfritara höfðu reynslu af erfiðum veikindum, glímdu jafnvel við þau er þeir létu bölbænirnar fjúka. Nokkrir báðust síðar afsökunar á þungum orðum. Mörgum virðist ekki þykja það neitt tiltökumál þótt veiku fólki séu seldar heilsumeðferðir sem enginn vísindalegur fótur er fyrir. Hvað með það þótt fólki sé gefin smá von, jafnvel þótt hún reynist fölsk. Sannleikurinn er hins vegar sá að það er heilmikið mál. Í umræddum Kastljóssþætti var rætt við Gunnar Bjarna Ragnarsson krabbameinslækni um hugsanlega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Hann sagði þær geta haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfja. Hann sagði þær raska lífsgæðum fólks er það drykki bragðvonda ólyfjan og hætti að borða mat sem því þætti góður. Kostnað við þessar meðferðir sagði hann oft ærinn. Mestur væri þó skaðinn þegar sjúklingar höfnuðu hefðbundinni meðferð til að fara óhefðbundnar leiðir. Þegar ég ók með gömlu konunum heim til mannsins með lúpínuseyðið velti ég oft fyrir mér hvort ísbíltúr hefði ekki verið ráðlegri. Ísinn var sannarlega ánægjulegra að innbyrða en rammt seyðið. Og konurnar hefðu kannski getað gleymt kvillum sínum um stund í stað þess að velta sér upp úr þeim allan bíltúrinn. En tálvon hafði af okkur ísinn.Seilst í vasa Sölumenn óhefðbundinna meðferða eru ekkert betri en Nígeríusvindlarar, þeir eru ekkert betri en píramídasvikarar. Þeir eru eins og óbreyttir þjófar. Þeir seilast í vasa fólks sem liggur vel við höggi vegna þess að örvænting hefur lækkað varnir þess. Örvænting er sterk tilfinning. Hún gerir fólk ekki aðeins orðljótt. Hún kemur í veg fyrir að fólk hugsi skýrt, hún gerir fólk ginnkeypt fyrir falsvonum sem geta reynst dýrkeyptar. Hún gerir fólk berskjaldað. Leyfum ekki sölumönnum snákaolíu að níðast á þeim sem veikir eru fyrir. Berjumst á móti þeim með kjafti og klóm – og upplýsingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Dagurinn sem ég pissaði á prik hefði átt að vera dagur jákvæðra strauma og hamingjuóska. Til stóð að skála í einhverju óáfengu. En svo gerðist dálítið skrýtið. Það var snemma morguns, fyrir rúmum tveimur árum, sem ég fékk staðfestingu þess að ég væri ólétt af fyrsta barni (engar áhyggjur, kæri lesandi, þetta er ekki svona „kvenna-pistill“, þér er óhætt að lesa áfram). Eftir að hafa fagnað í huganum, panikkað og fagnað meira reyndi ég að setja á ís hugleiðingar um hvernig líf mitt myndi nú umturnast. Ég þurfti jú að mæta í vinnuna. Þessir pistlar skrifa sig ekki sjálfir. Ég kveikti á tölvunni. Fjórir nýir tölvupóstar. Fimm. Sex. Ég hafði ekki við að opna þá. Innihaldinu rigndi yfir daginn minn eins og brennisteini yfir blómaengi. Um morguninn hafði birst eftir mig pistill í Fréttablaðinu og á visir.is þar sem ég gagnrýndi óhefðbundnar lækningar. Orðbragð á internetinu hefur verið umtalað síðustu ár fyrir að vera óvægið. Eftir að hafa starfað sem pistlahöfundur í áratug taldi ég mig hins vegar hafa heyrt öll uppnefnin, fengið að njóta allra mögulegra illa stafsettra hrakyrða frá Virkum í athugasemdum. Í ljós kom að svo var ekki. Aldrei fyrr hafði ég séð aðra eins holskeflu haturs og heiftar. Ég var kölluð morðingi fyrir að grafa undan óhefðbundnum lækningum. Mér var sagt að ég ætti skilið að fá ólæknandi sjúkdóm og deyja. Helst með mjög kvalafullum hætti. Í fyrstu var ég hissa. En svo varð ég reið. Hvernig dirfðist þetta ókunnuga fólk að varpa sínum hatursfulla skugga á pissað-á-prik-daginn minn? Ekki leið þó á löngu uns rann upp fyrir mér ljós.Allra meina bót „Maður grípur í allt sem hægt er,“ sagði Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, í umtöluðum Kastljóssþætti fyrr í vikunni þar sem fjallað var um óhefðbundnar lækningaleiðir sem gjarnan eru seldar veiku og jafnvel dauðvona fólki. „Þegar maður er greindur þá er þetta dauðadómur og þú reiknar bara með örstuttum tíma og þá hefst þessi leit að lækningu,“ sagði Guðjón um aðstæðurnar sem rækju marga í vafasama vegferð í leit að bata. Þegar ég var unglingur fór ég stundum með öldruðum konum í fjölskyldunni að sækja lúpínuseyði til manns sem bruggaði það heima hjá sér og afhenti fólki ókeypis. Seyðið átti að vera heilsudrykkur, nánast allra meina bót. Bragðvondan drykkinn píndu konurnar ofan í sig með ósk um stundarfróun frá kvillum sínum og almennri vanlíðan. Sumt fólk tók þetta þó lengra og taldi seyðið lækna alvarlega sjúkóma á borð við krabbamein. En batinn lét á sér standa. Ég skildi aldrei hvers vegna eldklárar, lífsreyndar konur létu freistast af þessu blessaða lúpínuseyði. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég kveikti á perunni.Ástæða bölbænanna Ég hafði álitið það hatur, tilfinninguna sem fyllti pósthólfið mitt daginn sem ég pissaði á prikið. En það var ekki hatur. Það var örvænting. Alveg eins og ástæða þess að klárar konur féllu fyrir tálsýninni sem lúpínuseyðið bauð. Í ljós kom að sumir bréfritara höfðu reynslu af erfiðum veikindum, glímdu jafnvel við þau er þeir létu bölbænirnar fjúka. Nokkrir báðust síðar afsökunar á þungum orðum. Mörgum virðist ekki þykja það neitt tiltökumál þótt veiku fólki séu seldar heilsumeðferðir sem enginn vísindalegur fótur er fyrir. Hvað með það þótt fólki sé gefin smá von, jafnvel þótt hún reynist fölsk. Sannleikurinn er hins vegar sá að það er heilmikið mál. Í umræddum Kastljóssþætti var rætt við Gunnar Bjarna Ragnarsson krabbameinslækni um hugsanlega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Hann sagði þær geta haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfja. Hann sagði þær raska lífsgæðum fólks er það drykki bragðvonda ólyfjan og hætti að borða mat sem því þætti góður. Kostnað við þessar meðferðir sagði hann oft ærinn. Mestur væri þó skaðinn þegar sjúklingar höfnuðu hefðbundinni meðferð til að fara óhefðbundnar leiðir. Þegar ég ók með gömlu konunum heim til mannsins með lúpínuseyðið velti ég oft fyrir mér hvort ísbíltúr hefði ekki verið ráðlegri. Ísinn var sannarlega ánægjulegra að innbyrða en rammt seyðið. Og konurnar hefðu kannski getað gleymt kvillum sínum um stund í stað þess að velta sér upp úr þeim allan bíltúrinn. En tálvon hafði af okkur ísinn.Seilst í vasa Sölumenn óhefðbundinna meðferða eru ekkert betri en Nígeríusvindlarar, þeir eru ekkert betri en píramídasvikarar. Þeir eru eins og óbreyttir þjófar. Þeir seilast í vasa fólks sem liggur vel við höggi vegna þess að örvænting hefur lækkað varnir þess. Örvænting er sterk tilfinning. Hún gerir fólk ekki aðeins orðljótt. Hún kemur í veg fyrir að fólk hugsi skýrt, hún gerir fólk ginnkeypt fyrir falsvonum sem geta reynst dýrkeyptar. Hún gerir fólk berskjaldað. Leyfum ekki sölumönnum snákaolíu að níðast á þeim sem veikir eru fyrir. Berjumst á móti þeim með kjafti og klóm – og upplýsingu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun