Þetta er nafnið sem mamma mín gaf mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2015 17:30 „Við erum komin á þann stað þar sem allt er í raun leyfilegt í myndlist og kannski er dálítið síðan það varð, það tekur okkur bara tíma að melta það,“ segir Freyja Eilíf. Vísir/Valli Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarmaður sýnir bókverk í Borgarbókasafninu í Grófinni núna og rekur líka galleríið Ekkisens að Bergstaðastræti 25B.Þú heitir sérstöku nafni, Freyja Eilíf. Hvaðan kemur það? Þetta er bara nafnið sem mamma mín gaf mér. Ég veit að hún var búin að ákveða nafnið Eilíf áður en ég fæddist en það var strákanafn í hennar huga. Það kemur úr sögunni Kristínu Lafransdóttur, gamalli norskri sögu um konu sem gengur dálítið erfiða braut í sínu lífi en kynnist presti sem verður hennar stuðningsmaður. Hann heitir Eilífur. Mamma las þessa bók þegar ég var í maganum á henni.“Ertu listamaður í fullu starfi? Já, ég reyni að vera það, en vinn þó aukavinnu til að geta haldið áfram og missa ekki þráðinn. Hleyp í ýmiss konar störf og aðstoða aðra listamenn, til dæmis. Svo lifi ég mjög ódýrt.Býrðu í húsinu við Bergstaðastræti 25B þar sem galleríið þitt er? Nei, ég bý í húsinu á móti en það er hrein tilviljun. Ég er með Ekkisens í húsi ömmu og afa sem ég ólst mikið upp í.Hvað varð til þess að þú settir upp gallerí? Þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum í fyrravor hugleiddi ég hvað við tæki bæði hjá mér og mínu samferðafólki í náminu og fann strax að vettvang vantaði fyrir nýútskrifaða listamenn. Fór því að svipast um eftir rými fyrir gallerí, fann það í kjallaranum hjá ömmu minni og opnaði það í október. Hver sýning stendur bara í viku og aðsóknin hefur verið framar vonum.Segðu mér frá bókverkinu í Borgarbókasafninu í Grófinni. Er það útskriftarverkefnið þitt? „Já, það eru valdar myndir af útskriftarsýningunni, 94 teikningar alls. Þátttökuverk sem fjallaði um endurvinnslu á myndlist og hvernig eignarréttur er horfinn á myndverkum. Partur af verkinu var að búa til mína listasögu. Ég þekki allt fólkið sem á rödd í bókinni og sumt af því hefur kennt mér. Ég tek bara útlínur verka þess og eftir verða bara dularfullar teikningar.Er allt leyfilegt í myndlist? Við erum komin á þann stað þar sem allt er í raun leyfilegt í myndlist og kannski er dálítið síðan það varð, það tekur okkur bara tíma að melta það. Þess má geta að Freyja Eilíf annast smiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna í Borgarbókasafninu á sunnudag, klukkan 15. Þar verður litað og spjallað um íslenska myndlist. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarmaður sýnir bókverk í Borgarbókasafninu í Grófinni núna og rekur líka galleríið Ekkisens að Bergstaðastræti 25B.Þú heitir sérstöku nafni, Freyja Eilíf. Hvaðan kemur það? Þetta er bara nafnið sem mamma mín gaf mér. Ég veit að hún var búin að ákveða nafnið Eilíf áður en ég fæddist en það var strákanafn í hennar huga. Það kemur úr sögunni Kristínu Lafransdóttur, gamalli norskri sögu um konu sem gengur dálítið erfiða braut í sínu lífi en kynnist presti sem verður hennar stuðningsmaður. Hann heitir Eilífur. Mamma las þessa bók þegar ég var í maganum á henni.“Ertu listamaður í fullu starfi? Já, ég reyni að vera það, en vinn þó aukavinnu til að geta haldið áfram og missa ekki þráðinn. Hleyp í ýmiss konar störf og aðstoða aðra listamenn, til dæmis. Svo lifi ég mjög ódýrt.Býrðu í húsinu við Bergstaðastræti 25B þar sem galleríið þitt er? Nei, ég bý í húsinu á móti en það er hrein tilviljun. Ég er með Ekkisens í húsi ömmu og afa sem ég ólst mikið upp í.Hvað varð til þess að þú settir upp gallerí? Þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum í fyrravor hugleiddi ég hvað við tæki bæði hjá mér og mínu samferðafólki í náminu og fann strax að vettvang vantaði fyrir nýútskrifaða listamenn. Fór því að svipast um eftir rými fyrir gallerí, fann það í kjallaranum hjá ömmu minni og opnaði það í október. Hver sýning stendur bara í viku og aðsóknin hefur verið framar vonum.Segðu mér frá bókverkinu í Borgarbókasafninu í Grófinni. Er það útskriftarverkefnið þitt? „Já, það eru valdar myndir af útskriftarsýningunni, 94 teikningar alls. Þátttökuverk sem fjallaði um endurvinnslu á myndlist og hvernig eignarréttur er horfinn á myndverkum. Partur af verkinu var að búa til mína listasögu. Ég þekki allt fólkið sem á rödd í bókinni og sumt af því hefur kennt mér. Ég tek bara útlínur verka þess og eftir verða bara dularfullar teikningar.Er allt leyfilegt í myndlist? Við erum komin á þann stað þar sem allt er í raun leyfilegt í myndlist og kannski er dálítið síðan það varð, það tekur okkur bara tíma að melta það. Þess má geta að Freyja Eilíf annast smiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna í Borgarbókasafninu á sunnudag, klukkan 15. Þar verður litað og spjallað um íslenska myndlist.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið