Gera þetta í góðu Sigurjón M. Egilsson skrifar 17. mars 2015 07:00 Það var sunnudaginn 4. janúar sem boltinn rúllaði af stað. Þá sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í hljóðveri Bylgjunnar og svaraði spurningu um hvort lögð yrði fram ný tillaga um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Hann sagði að það yrði gert. Í framhaldi svaraði bæði hann og aðrir ráðherrar á sama veg. Því kom öllum á óvart, formanni utanríkisnefndar Alþingis sem öðrum, að farin var önnur leið. Ríkisstjórn Íslands sendi utanríkisráðherrann utan nestaðan með bréf um óljósan vilja íslensku ríkisstjórnarinnar. En hvers vegna? „…ástæðan fyrir því að orðalagið var með þeim hætti að hugsanlega kæmi fram tillaga var sú að menn sáu ástæðu til að meta stöðu þessa máls í ljósi alls þess sem gerst hefur frá því að tillaga var lögð fram síðast. Hluti af þeirri vinnu fólst í samskiptum við Evrópusambandið á síðustu vikum og út úr þeim samskiptum kom niðurstaða sem er auðvitað, þegar öllu er á botninn hvolft, hin augljósa besta niðurstaða í málinu, það er að ljúka þessu á sem jákvæðastan hátt gagnvart Evrópusambandinu, ef svo má segja, gera þetta í góðu.“ Þannig skýrði forsætisráðherrann, á Alþingi í gær, hvers vegna horfið var frá því að taka málið fyrir á Alþingi, og senda frekar Gunnar Braga Sveinsson utan með bréfið góða, eða vonda, fer eftir hvaða augum fólk lítur það. Þetta mál ætlar að verða þrálátt deilumál. Og engin lausn er sýnileg, allavega ekki sem sættir ólík sjónarmið. Núverandi ríkisstjórn er einhuga gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Og gott betur: er á móti aðildarviðræðum. Er bara á móti. Sigmundur Davíð áréttaði þetta á þingi í gær: „Það er ekki vilji þessarar ríkisstjórnar að ganga í Evrópusambandið og þar af leiðir að Ísland getur ekki á sama tíma verið umsóknarríki.“ Er það svo? Er ráðherrann alveg viss í sinni sök? Hefði mátt láta málið hvíla í þeim friði sem það var í, þar til forsætisráðherra svaraði spurningunni 4. janúar síðastliðinn? Ríkisstjórnin hafði, að því er fram hefur komið, samráð við Evrópusambandið við bréfaskriftina, sem þó er svo loðin að leit er að tveimur sem skilja innihald bréfsins á sama veg. Árni Páll Árnason kom að samráðinu á þinginu: „Það er mjög athyglisvert að heyra að forsætisráðherra hafi lagt svo mikið á sig til að synja þingi og þjóð um aðkomu að þessari ákvörðun að hann hefur farið fjallabaksleiðir í samningaþrefi við Evrópusambandið til að semja bréf, fullt af hálfsannleika, sem geri honum kleift að halda því fram að aðildarumsóknin hafi verið dregin til baka þegar hún hefur ekki verið dregin til baka.“ „Það voru engir samningar við Evrópusambandið,“ sagði ráðherrann, en hafði áður talað um samskipti við Evrópusambandið vegna bréfaskriftanna. Málið allt mun tefja önnur störf Alþingis. Drjúgur hluti gærdagsins fór í upprifjun þingmanna á löngu sögðum orðum og löngu gerðum hlutum. Engum dylst að ríkisstjórnin er á flótta frá Alþingi með málið. Bjarni Benediktsson sagði í gær, að meirihlutinn ráði. Svo var ekki í fyrra og allsendis er óvíst að það hafi breyst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það var sunnudaginn 4. janúar sem boltinn rúllaði af stað. Þá sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í hljóðveri Bylgjunnar og svaraði spurningu um hvort lögð yrði fram ný tillaga um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Hann sagði að það yrði gert. Í framhaldi svaraði bæði hann og aðrir ráðherrar á sama veg. Því kom öllum á óvart, formanni utanríkisnefndar Alþingis sem öðrum, að farin var önnur leið. Ríkisstjórn Íslands sendi utanríkisráðherrann utan nestaðan með bréf um óljósan vilja íslensku ríkisstjórnarinnar. En hvers vegna? „…ástæðan fyrir því að orðalagið var með þeim hætti að hugsanlega kæmi fram tillaga var sú að menn sáu ástæðu til að meta stöðu þessa máls í ljósi alls þess sem gerst hefur frá því að tillaga var lögð fram síðast. Hluti af þeirri vinnu fólst í samskiptum við Evrópusambandið á síðustu vikum og út úr þeim samskiptum kom niðurstaða sem er auðvitað, þegar öllu er á botninn hvolft, hin augljósa besta niðurstaða í málinu, það er að ljúka þessu á sem jákvæðastan hátt gagnvart Evrópusambandinu, ef svo má segja, gera þetta í góðu.“ Þannig skýrði forsætisráðherrann, á Alþingi í gær, hvers vegna horfið var frá því að taka málið fyrir á Alþingi, og senda frekar Gunnar Braga Sveinsson utan með bréfið góða, eða vonda, fer eftir hvaða augum fólk lítur það. Þetta mál ætlar að verða þrálátt deilumál. Og engin lausn er sýnileg, allavega ekki sem sættir ólík sjónarmið. Núverandi ríkisstjórn er einhuga gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Og gott betur: er á móti aðildarviðræðum. Er bara á móti. Sigmundur Davíð áréttaði þetta á þingi í gær: „Það er ekki vilji þessarar ríkisstjórnar að ganga í Evrópusambandið og þar af leiðir að Ísland getur ekki á sama tíma verið umsóknarríki.“ Er það svo? Er ráðherrann alveg viss í sinni sök? Hefði mátt láta málið hvíla í þeim friði sem það var í, þar til forsætisráðherra svaraði spurningunni 4. janúar síðastliðinn? Ríkisstjórnin hafði, að því er fram hefur komið, samráð við Evrópusambandið við bréfaskriftina, sem þó er svo loðin að leit er að tveimur sem skilja innihald bréfsins á sama veg. Árni Páll Árnason kom að samráðinu á þinginu: „Það er mjög athyglisvert að heyra að forsætisráðherra hafi lagt svo mikið á sig til að synja þingi og þjóð um aðkomu að þessari ákvörðun að hann hefur farið fjallabaksleiðir í samningaþrefi við Evrópusambandið til að semja bréf, fullt af hálfsannleika, sem geri honum kleift að halda því fram að aðildarumsóknin hafi verið dregin til baka þegar hún hefur ekki verið dregin til baka.“ „Það voru engir samningar við Evrópusambandið,“ sagði ráðherrann, en hafði áður talað um samskipti við Evrópusambandið vegna bréfaskriftanna. Málið allt mun tefja önnur störf Alþingis. Drjúgur hluti gærdagsins fór í upprifjun þingmanna á löngu sögðum orðum og löngu gerðum hlutum. Engum dylst að ríkisstjórnin er á flótta frá Alþingi með málið. Bjarni Benediktsson sagði í gær, að meirihlutinn ráði. Svo var ekki í fyrra og allsendis er óvíst að það hafi breyst.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun