Menning

Vorinu fagnað með listasmiðju

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Litríkar greinar verða viðfangsefni listasmiðjunnar.
Litríkar greinar verða viðfangsefni listasmiðjunnar.
?Við ætlum að fagna vorinu með listasmiðju fyrir alla fjölskylduna,? segir Ásthildur Jónsdóttir sem verður með leiðsögn og listasmiðju í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag, skírdag milli klukkan 12 og 16. Þar verður unnið út frá inntaki sýningarinnar ÁKALLs og óskum þátttakenda framtíðinni til heilla.

Í listasmiðjunni fá þátttakendur að kynnast ýmiss konar listmunum sem frumbyggjar víðsvegar um heiminn hafa notað til að leggja áherslu á náttúruvernd.

?Við ætlum að fjalla um ólík tákn og hvernig við getum lært hvert af öðru,? segir Ásthildur og tekur fram að ýmiss konar náttúruleg efni verði notuð og þátttakendur fái tækifæri til að virkja eigin hugmyndir.



Listasafn Árnesinga er opið um páskahelgina eins og venjulega frá fimmtudegi til sunnudags. Þangað eru allir velkomnir sér að kostnaðarlausu og á það líka við um listasmiðjuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×