Vindurinn og hatrið Magnús Guðmundsson skrifar 2. apríl 2015 12:30 Valgerður Benediktsdóttir frá Forlaginu sem tók við tilnefningu Þórarins Leifssonar, sem er búsettur í Berlín, ásamt Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem hlaut einnig tilnefningu og það fyrir sína fyrstu bók. Visir/GVA Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar fyrir hönd Íslands að þessu sinni en það eru Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Bergrún Íris hefur áður fengist við myndskreytingar barnabóka og tölvuleikja en Vinur minn vindurinn er fyrsta bókin sem hún vinnur ein og bæði skrifar og myndskreytir. Vinur minn vindurinn er ætluð yngstu lesendunum eða öllu heldur fyrir samlestur barna og foreldra. „Þetta kom mér alveg svakalega á óvart og mér finnst þetta vera mikill heiður. Þessi saga varð til þegar eldri strákurinn minn var svona um tveggja og hálfs árs gamall og við vorum tvö saman heima. Það var svo mikið rok úti að það var ekki hægt að fara út að leika svo við fórum saman út í glugga að skoða veðrið og ræða málið. Birgitta Elín og Marta Hlín hjá Bókabeitunni sem gefa út fyrir mig tóku þetta upp á sína arma og bókin kom síðan út fyrir síðustu jól og móttökurnar voru alveg frábærar. Það er óhætt að segja að ég hafi hitt á góðan vetur til þess að koma með þessa bók því nóg hefur nú verið um lægðirnar með endalausu roki. Núna er ég að vinna að næstu veðurbók og fleiri skemmtilegum verkefnum svo það er nóg að gera.“ Maðurinn sem hataði börn er aftur á móti fyrir eldri lesendahóp en viðfangsefni Þórarins eru afar áhugaverð. Í bókinni segir frá innflytjandanum Sylvek Kaminski Arias sem tekst á við barnahatara og sem hann hefur grunaðan um að vera drengjamorðingi sem leikur lausum hala í Reykjavík. „Þessi viðurkenning hefur mjög mikla þýðingu. Þetta liðkar til fyrir sölu erlendis og hjálpar sennilega líka kvikmyndagerðarfólkinu sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um kvikmynd upp úr bókinni í hádeginu.“ Þórarni finnst ekki mikill munur á því að skrifa fyrir börn- og unglinga eða fullorðna lesendur. „Barnabækurnar setja ákveðinn ramma, kalla á ákveðinn skýrleika í framsetningu og neyða mig til að vera einlægur sem er ekki endilega sjálfgefið fyrir kaldhæðinn mann.“ Þórarinn er sem stendur búsettur í Berlín og það er nóg af verkefnum í farvatninu. „Ég er að skrifa bókina Kaldakol. Þetta er bók um ævintýralegt verkefni Íslendinga í Berlín. Þetta er nokkurs konar ævintýri fyrir fullorðna. Núna bý ég að reynslu undanfarinna ára og skemmti mér mjög vel í vinnunni.“ Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar fyrir hönd Íslands að þessu sinni en það eru Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Bergrún Íris hefur áður fengist við myndskreytingar barnabóka og tölvuleikja en Vinur minn vindurinn er fyrsta bókin sem hún vinnur ein og bæði skrifar og myndskreytir. Vinur minn vindurinn er ætluð yngstu lesendunum eða öllu heldur fyrir samlestur barna og foreldra. „Þetta kom mér alveg svakalega á óvart og mér finnst þetta vera mikill heiður. Þessi saga varð til þegar eldri strákurinn minn var svona um tveggja og hálfs árs gamall og við vorum tvö saman heima. Það var svo mikið rok úti að það var ekki hægt að fara út að leika svo við fórum saman út í glugga að skoða veðrið og ræða málið. Birgitta Elín og Marta Hlín hjá Bókabeitunni sem gefa út fyrir mig tóku þetta upp á sína arma og bókin kom síðan út fyrir síðustu jól og móttökurnar voru alveg frábærar. Það er óhætt að segja að ég hafi hitt á góðan vetur til þess að koma með þessa bók því nóg hefur nú verið um lægðirnar með endalausu roki. Núna er ég að vinna að næstu veðurbók og fleiri skemmtilegum verkefnum svo það er nóg að gera.“ Maðurinn sem hataði börn er aftur á móti fyrir eldri lesendahóp en viðfangsefni Þórarins eru afar áhugaverð. Í bókinni segir frá innflytjandanum Sylvek Kaminski Arias sem tekst á við barnahatara og sem hann hefur grunaðan um að vera drengjamorðingi sem leikur lausum hala í Reykjavík. „Þessi viðurkenning hefur mjög mikla þýðingu. Þetta liðkar til fyrir sölu erlendis og hjálpar sennilega líka kvikmyndagerðarfólkinu sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um kvikmynd upp úr bókinni í hádeginu.“ Þórarni finnst ekki mikill munur á því að skrifa fyrir börn- og unglinga eða fullorðna lesendur. „Barnabækurnar setja ákveðinn ramma, kalla á ákveðinn skýrleika í framsetningu og neyða mig til að vera einlægur sem er ekki endilega sjálfgefið fyrir kaldhæðinn mann.“ Þórarinn er sem stendur búsettur í Berlín og það er nóg af verkefnum í farvatninu. „Ég er að skrifa bókina Kaldakol. Þetta er bók um ævintýralegt verkefni Íslendinga í Berlín. Þetta er nokkurs konar ævintýri fyrir fullorðna. Núna bý ég að reynslu undanfarinna ára og skemmti mér mjög vel í vinnunni.“
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp