List í lifandi ferli Magnús Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 12:00 Listakonan Anna Rún vinnur mikið með lífræn efni og lifandi ferli í verkum sínum. Visir/Valli Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona sýnir um þessar mundir í Listasafni ASÍ. Sýning Önnu Rúnar kallast Innbyrðis og samanstendur af bæði rýmisverkum og teikningum. Anna Rún vinnur um þessar mundir í Borgarleikhúsinu þar sem hún hannar búninga og leikmynd í verkinu Peggy Pickit. „Það er gaman að vinna í leikhúsinu svona til hliðar við myndlistina en leikhúsið er krefjandi heimur og myndlistin er og verður mitt aðalstarf.“ Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar á Íslandi en hún lauk meistaranámi frá Concordia-háskólanum í Montreal á síðasta ári. Hún segir að tíminn í Montreal hafi gefið henni mikið og að fara þangað hafi verið góð ákvörðun. „Ég lærði fyrst hérna heima og hef svo einnig verið mikið í Evrópu, þar á meðal búið í Berlín um tíma. Mig langaði í einhverja nýja og öðruvísi upplifun og þegar ég frétti af þessu námi í Montreal þá fannst mér það vera málið. Það var eiginlega innsæið sem leiddi mig þangað og ég sé ekki eftir því. Við fjölskyldan vorum í frönskumælandi hluta Kanada og þar er mjög lifandi evrópskur menningararfur. Borgin og menningin eru í raun undarleg blanda af Evrópu og Norður-Ameríku og það er gaman að vera hluti af svona lifandi menningarsamfélagi.“Vatnið. Eitt af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis.Anna Rún segir að verkin sem hún sýni núna komi í raun í framhaldi af því sem hún hafi verið að vinna að á undanförnum árum, ásamt nýjum þráðum í bland. „Þetta er svona fimm ára stúdíóþróun á því hvernig ég get notað efni og umhverfi í innsetningum í lifandi ferli. Ég er t.d. með rýmisverk þar sem blek sem drýpur á flöt sem er þakinn salti. Verkið í heild leitar að innra jafnvægi sem opinberast í gegnum ferlið. Ég vinn mikið með lífræn efni og hef í raun alltaf heillast mikið af þeim. Þau hreyfa við mér líkamlega og þess vegna nota ég líka náttúrulega ferla. Ég nota þessa ferla líka í þeim verkum sem kalla má varanlegri eins og þeim vatnslitamyndum sem eru á sýningunni. Mitt er að stilla efnum upp í ákveðnar aðstæður, þar sem ég nýti til að mynda þyngdarlögmálið mikið. Síðan tekur ferlið við og ég kem í raun ekki aftur að viðkomandi mynd fyrr en hún er orðin þurr og tilbúin. Innsetningarnar aftur á móti eru verk sem hafa í raun engan endapunkt. Það sem stendur eftir að sýningunni lokinni er í raun fyrst og fremst heimild og hvort það verður eitthvað annað verður tíminn að leiða í ljós." Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona sýnir um þessar mundir í Listasafni ASÍ. Sýning Önnu Rúnar kallast Innbyrðis og samanstendur af bæði rýmisverkum og teikningum. Anna Rún vinnur um þessar mundir í Borgarleikhúsinu þar sem hún hannar búninga og leikmynd í verkinu Peggy Pickit. „Það er gaman að vinna í leikhúsinu svona til hliðar við myndlistina en leikhúsið er krefjandi heimur og myndlistin er og verður mitt aðalstarf.“ Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar á Íslandi en hún lauk meistaranámi frá Concordia-háskólanum í Montreal á síðasta ári. Hún segir að tíminn í Montreal hafi gefið henni mikið og að fara þangað hafi verið góð ákvörðun. „Ég lærði fyrst hérna heima og hef svo einnig verið mikið í Evrópu, þar á meðal búið í Berlín um tíma. Mig langaði í einhverja nýja og öðruvísi upplifun og þegar ég frétti af þessu námi í Montreal þá fannst mér það vera málið. Það var eiginlega innsæið sem leiddi mig þangað og ég sé ekki eftir því. Við fjölskyldan vorum í frönskumælandi hluta Kanada og þar er mjög lifandi evrópskur menningararfur. Borgin og menningin eru í raun undarleg blanda af Evrópu og Norður-Ameríku og það er gaman að vera hluti af svona lifandi menningarsamfélagi.“Vatnið. Eitt af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis.Anna Rún segir að verkin sem hún sýni núna komi í raun í framhaldi af því sem hún hafi verið að vinna að á undanförnum árum, ásamt nýjum þráðum í bland. „Þetta er svona fimm ára stúdíóþróun á því hvernig ég get notað efni og umhverfi í innsetningum í lifandi ferli. Ég er t.d. með rýmisverk þar sem blek sem drýpur á flöt sem er þakinn salti. Verkið í heild leitar að innra jafnvægi sem opinberast í gegnum ferlið. Ég vinn mikið með lífræn efni og hef í raun alltaf heillast mikið af þeim. Þau hreyfa við mér líkamlega og þess vegna nota ég líka náttúrulega ferla. Ég nota þessa ferla líka í þeim verkum sem kalla má varanlegri eins og þeim vatnslitamyndum sem eru á sýningunni. Mitt er að stilla efnum upp í ákveðnar aðstæður, þar sem ég nýti til að mynda þyngdarlögmálið mikið. Síðan tekur ferlið við og ég kem í raun ekki aftur að viðkomandi mynd fyrr en hún er orðin þurr og tilbúin. Innsetningarnar aftur á móti eru verk sem hafa í raun engan endapunkt. Það sem stendur eftir að sýningunni lokinni er í raun fyrst og fremst heimild og hvort það verður eitthvað annað verður tíminn að leiða í ljós."
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira