Helgir staðir þriggja landa Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 12:00 Helgistaður í Póllandi. Ljósmynd Adam Szukala Vegakapellur í Póllandi, stafkirkjur í Noregi og sveitakirkjur á Íslandi eru myndefni níu ljósmyndara frá sömu löndum á sýningunni Helgir staðir. Þetta sérstaka verkefni á uppruna sinn hjá Þjóðminjasafninu í Gdansk í Póllandi og hefur staðið yfir í nokkur ár. Jónas Hallgrímsson er á meðal þeirra ljósmyndara sem hafa unnið að þessu skemmtilega verkefni á síðustu árum.„Þetta verkefni hefur verið lengi í gangi en svo kom ég að þessu um 2013. Síðan þá hef ég verið að mynda bæði kirkjur hér á Íslandi og ýmsa helgistaði í Póllandi. Ég segi helgistaði vegna þess að það var minna um að ég væri að mynda kirkjur í Póllandi. Þetta voru fremur litlir helgistaðir sem marga var að finna á óvenjulegum stöðum. Ég myndaði til dæmis einn slíkan sem stóð rétt við bensínstöð svo umhverfið var oft ansi sérstakt og áhugavert. Noregur er líka hluti af þessu skemmtilega verkefni enda eru þar margar sérstakar og fallegar stafkirkjur og margt fleira skemmtilegt að sjá.“ Verkefnið hefur það að markmiði að skoða á hvern hátt kirkjubyggingarlist speglar evrópskar hugsjónir lítilla samfélaga ásamt því að leita leiða til að vernda menningarhefð. Það er því forvitnilegt að skoða hvort ólíkir listamenn frá ólíkum löndum nálgist viðfangsefnin með sambærilegum hætti eða ekki.Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur unnið lengi að verkefninu Helgir staðir.Ljósmynd Jónatan Grétarsson„Þegar ég spái í það þá er tvímælalaust munur á nálguninni. Það voru Pólverjar að mynda hér og þeir höfðu aðra nálgun á íslenskar kirkjur en ég – líklega listrænni þar sem ég mynda þær frekar svona eins og þær eru þegar komið er að þeim. Svo þegar ég myndaði helgistaðina í Póllandi þá var ég meira í víðari skotum svo umhverfið fylgdi með en þeir tóku þrengri myndir – voru meira í smáatriðunum því staðsetning var þeim auðvitað ekki framandi.“ Auk hefðbundinnar ljósmyndunar byggir sýningin á margmiðlun. Gestir geta skoðað ljósmyndir og 360° myndir og hlustað á hljóðupptökur úr völdum byggingum. Flestar ljósmyndirnar eru auk þess settar fram í módelum sem líkjast kapellum, frjálslega uppsettum í sýningarsal. Inni í sérsmíðuðu húsi geta gestir upplifað frið og ró, eins og í alvöru kirkju. „Aðalsýningin verður svo í Þjóðminjasafninu í Gdansk á næsta ári í gríðarlega stórum og flottum sal og það verður gaman að sjá þetta allt í því rými en fram að því þá er um að gera að koma í Gerðuberg og njóta upplifunarinnar.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Vegakapellur í Póllandi, stafkirkjur í Noregi og sveitakirkjur á Íslandi eru myndefni níu ljósmyndara frá sömu löndum á sýningunni Helgir staðir. Þetta sérstaka verkefni á uppruna sinn hjá Þjóðminjasafninu í Gdansk í Póllandi og hefur staðið yfir í nokkur ár. Jónas Hallgrímsson er á meðal þeirra ljósmyndara sem hafa unnið að þessu skemmtilega verkefni á síðustu árum.„Þetta verkefni hefur verið lengi í gangi en svo kom ég að þessu um 2013. Síðan þá hef ég verið að mynda bæði kirkjur hér á Íslandi og ýmsa helgistaði í Póllandi. Ég segi helgistaði vegna þess að það var minna um að ég væri að mynda kirkjur í Póllandi. Þetta voru fremur litlir helgistaðir sem marga var að finna á óvenjulegum stöðum. Ég myndaði til dæmis einn slíkan sem stóð rétt við bensínstöð svo umhverfið var oft ansi sérstakt og áhugavert. Noregur er líka hluti af þessu skemmtilega verkefni enda eru þar margar sérstakar og fallegar stafkirkjur og margt fleira skemmtilegt að sjá.“ Verkefnið hefur það að markmiði að skoða á hvern hátt kirkjubyggingarlist speglar evrópskar hugsjónir lítilla samfélaga ásamt því að leita leiða til að vernda menningarhefð. Það er því forvitnilegt að skoða hvort ólíkir listamenn frá ólíkum löndum nálgist viðfangsefnin með sambærilegum hætti eða ekki.Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur unnið lengi að verkefninu Helgir staðir.Ljósmynd Jónatan Grétarsson„Þegar ég spái í það þá er tvímælalaust munur á nálguninni. Það voru Pólverjar að mynda hér og þeir höfðu aðra nálgun á íslenskar kirkjur en ég – líklega listrænni þar sem ég mynda þær frekar svona eins og þær eru þegar komið er að þeim. Svo þegar ég myndaði helgistaðina í Póllandi þá var ég meira í víðari skotum svo umhverfið fylgdi með en þeir tóku þrengri myndir – voru meira í smáatriðunum því staðsetning var þeim auðvitað ekki framandi.“ Auk hefðbundinnar ljósmyndunar byggir sýningin á margmiðlun. Gestir geta skoðað ljósmyndir og 360° myndir og hlustað á hljóðupptökur úr völdum byggingum. Flestar ljósmyndirnar eru auk þess settar fram í módelum sem líkjast kapellum, frjálslega uppsettum í sýningarsal. Inni í sérsmíðuðu húsi geta gestir upplifað frið og ró, eins og í alvöru kirkju. „Aðalsýningin verður svo í Þjóðminjasafninu í Gdansk á næsta ári í gríðarlega stórum og flottum sal og það verður gaman að sjá þetta allt í því rými en fram að því þá er um að gera að koma í Gerðuberg og njóta upplifunarinnar.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira