Fall – það er gott orð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 13:00 "Þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að verða læknir,“ segir Hlynur Níels. Vísir/Ernir „Ég hef þetta skriftarbrölt mitt frá pabba en hann náði því miður ekki að lesa fyrstu bókina mína,“ segir Hlynur Níels Grímsson læknir, sem er að undirbúa útför föður síns þegar ég slæ á þráðinn að forvitnast um bókina hans Krabbaveisluna. Þótt bókin sé frumraun hans í útgáfu kveðst hann ekki muna eftir sér öðruvísi en með sögur í kollinum. „Margir segja að þeir fæðist með tilhneigingu til að skrifa og ég hlýt að vera í þeim hópi, ég veit það hljómar eins og klisja,“ segir hann og telur alger forréttindi að fá að gefa út, því hann hafi skrifað fyrir skúffuna í tuttugu ár. Hlynur Níels hefur líka verið læknir í tuttugu ár og er í 80% stöðu sem krabbameinslæknir á Landspítalanum. „Ég útskrifaðist úr læknadeildinni 1993, síðan var ég eitt ár í Bandaríkjunum í mastersnámi í ensku og enskum bókmenntum.“ Er það ekki dálítið spes ferill hjá lækni? verður blaðamanni að orði. „Jú, það er verulegt hliðarspor,“ svarar hann hlæjandi. „En þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að vera læknir. Þannig að ég sótti um í ríkisháskólanum í New York og komst inn, þar varð ég að manni.“ Hann kveðst hafa mismikinn tíma og misgóðar aðstæður til að skrifa. „En hugmyndirnar eru þarna og þurfa sinn farveg – ég veit þetta er líka eins og klisja.“ Krabbaveislan gerist á spítala. „Það var auðveldast fyrir mig, fyrst ég gat látið það sem ég ætlaði að segja gerast þar,“ viðurkennir Hlynur Níels. „Þá þurfti ég ekki að byrja á núllpunkti.“ Án þess að vilja taka spennuna frá væntanlegum lesendum spyr ég aðeins út í efnið. „Aðalsöguhetjan er læknir, veikur læknir. Maður sem er búinn að skáka sjálfum sér út í horn, það er ljóst í upphafi bókarinnar,“ upplýsir höfundurinn. „Svo gerast atburðir á spítalanum og líka úti í þjóðfélaginu, bókin er um það hvernig spilast úr þeim. Ég vann mikið erlendis á árunum kringum hrunið og kollegarnir spurðu: „Hvernig gat þetta gerst á Íslandi? Þið eruð svo flott þjóð.“ Ég átti í erfiðleikum með að svara þessu og lá uppi í sófa eitt kvöldið að velta þessu fyrir mér. Það var upp úr því sem bókin fæddist.“ Þannig að fólk verður að lesa hana til að komast að því af hverju hrunið varð? „Ég held að ég hafi nú ekki svarið með stóru S. En þetta er kannski ein útgáfan – mín útgáfa. Bókin er annars vegar um persónulegt fall manns og hins vegar fall heils þjóðfélags. Fall – það er gott orð.“Úr bókinni Krabbaveislan:Þarna er hún komin hugsaði ég með mér þar sem hún lá alklædd á rúminu sínu með stórum útskornum róðukrossi yfir höfðagaflinum og lokkarnir sveifluðust til og frá yfir andliti hins ljósa mans. Á náttborðið sitt hafði hún á úthugsaðan hátt dreift bókum þannig að ég komst bara ekki hjá því að verða imponeraður enda titlar eins og „God, Sex and Women“ og „The Church of the She“, undirtitill „God, The Woman“, eins og gerðir fyrir slíkt og slíkir titlar ERU trúlega gerðir fyrir slíkt ýkt sýkt en reyndar verð ég að viðurkenna að það sem imponeraði langmest þessa nótt voru brjóstin á henni sem líka hafði verið komið fyrir á úthugsaðan hátt í push-up haldara og V-flegnum velflegnum svörtum bol þannig að andstæður hvítrar húðarinnar og svarts silkis mættust í djúpu og fyrir mig ókleifu gili en upp skal á Kjöl klífa og allt það er jú hamrað inn í sanna Íslendinga allt frá barnæsku en þeir eru margir kilirnir í þessu lífi og ekki allir þannig að maður komist upp enda enn mun þó reimt á Kili og svo framvegis. Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Ég hef þetta skriftarbrölt mitt frá pabba en hann náði því miður ekki að lesa fyrstu bókina mína,“ segir Hlynur Níels Grímsson læknir, sem er að undirbúa útför föður síns þegar ég slæ á þráðinn að forvitnast um bókina hans Krabbaveisluna. Þótt bókin sé frumraun hans í útgáfu kveðst hann ekki muna eftir sér öðruvísi en með sögur í kollinum. „Margir segja að þeir fæðist með tilhneigingu til að skrifa og ég hlýt að vera í þeim hópi, ég veit það hljómar eins og klisja,“ segir hann og telur alger forréttindi að fá að gefa út, því hann hafi skrifað fyrir skúffuna í tuttugu ár. Hlynur Níels hefur líka verið læknir í tuttugu ár og er í 80% stöðu sem krabbameinslæknir á Landspítalanum. „Ég útskrifaðist úr læknadeildinni 1993, síðan var ég eitt ár í Bandaríkjunum í mastersnámi í ensku og enskum bókmenntum.“ Er það ekki dálítið spes ferill hjá lækni? verður blaðamanni að orði. „Jú, það er verulegt hliðarspor,“ svarar hann hlæjandi. „En þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að vera læknir. Þannig að ég sótti um í ríkisháskólanum í New York og komst inn, þar varð ég að manni.“ Hann kveðst hafa mismikinn tíma og misgóðar aðstæður til að skrifa. „En hugmyndirnar eru þarna og þurfa sinn farveg – ég veit þetta er líka eins og klisja.“ Krabbaveislan gerist á spítala. „Það var auðveldast fyrir mig, fyrst ég gat látið það sem ég ætlaði að segja gerast þar,“ viðurkennir Hlynur Níels. „Þá þurfti ég ekki að byrja á núllpunkti.“ Án þess að vilja taka spennuna frá væntanlegum lesendum spyr ég aðeins út í efnið. „Aðalsöguhetjan er læknir, veikur læknir. Maður sem er búinn að skáka sjálfum sér út í horn, það er ljóst í upphafi bókarinnar,“ upplýsir höfundurinn. „Svo gerast atburðir á spítalanum og líka úti í þjóðfélaginu, bókin er um það hvernig spilast úr þeim. Ég vann mikið erlendis á árunum kringum hrunið og kollegarnir spurðu: „Hvernig gat þetta gerst á Íslandi? Þið eruð svo flott þjóð.“ Ég átti í erfiðleikum með að svara þessu og lá uppi í sófa eitt kvöldið að velta þessu fyrir mér. Það var upp úr því sem bókin fæddist.“ Þannig að fólk verður að lesa hana til að komast að því af hverju hrunið varð? „Ég held að ég hafi nú ekki svarið með stóru S. En þetta er kannski ein útgáfan – mín útgáfa. Bókin er annars vegar um persónulegt fall manns og hins vegar fall heils þjóðfélags. Fall – það er gott orð.“Úr bókinni Krabbaveislan:Þarna er hún komin hugsaði ég með mér þar sem hún lá alklædd á rúminu sínu með stórum útskornum róðukrossi yfir höfðagaflinum og lokkarnir sveifluðust til og frá yfir andliti hins ljósa mans. Á náttborðið sitt hafði hún á úthugsaðan hátt dreift bókum þannig að ég komst bara ekki hjá því að verða imponeraður enda titlar eins og „God, Sex and Women“ og „The Church of the She“, undirtitill „God, The Woman“, eins og gerðir fyrir slíkt og slíkir titlar ERU trúlega gerðir fyrir slíkt ýkt sýkt en reyndar verð ég að viðurkenna að það sem imponeraði langmest þessa nótt voru brjóstin á henni sem líka hafði verið komið fyrir á úthugsaðan hátt í push-up haldara og V-flegnum velflegnum svörtum bol þannig að andstæður hvítrar húðarinnar og svarts silkis mættust í djúpu og fyrir mig ókleifu gili en upp skal á Kjöl klífa og allt það er jú hamrað inn í sanna Íslendinga allt frá barnæsku en þeir eru margir kilirnir í þessu lífi og ekki allir þannig að maður komist upp enda enn mun þó reimt á Kili og svo framvegis.
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira