Við hugsum of lítið Magnús Guðmundsson skrifar 1. maí 2015 12:30 Stefán Jónsson leikari snýr aftur á fjalirnar í Endatafli Becketts eftir tíu ára hlé. Visir/GVA Aðdáendur írska skáldsins Samuels Beckett hafa ástæðu til þess að gleðjast þessa dagana. Leikritið Endatafl, eitt af helstu verkum skáldsins og leikbókmennta síðustu aldar, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Uppfærslan er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík sem hefst formlega seinna í þessum mánuði. Stefán Jónsson leikari er á meðal þeirra sem stíga á fjalirnar í kvöld ásamt þeim Þorsteini Bachmann, Þór Tulinius og Hörpu Arnardóttir í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stefán hefur reyndar ekki leikið á sviði í ein tíu ár en hann segir að það hafi ekki verið nein meðvituð ákvörðun. „Nei, þetta æxlaðist bara svona. Leikstjórn og kennsla tóku yfir lífið og tíminn til æfinga hvarf. Ég hef þó bleytt í leikaranum af og til í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er ég í raun leikandi allan daginn í kennslu, enda leikara-leikstjóri eins og það er kallað.“ Stefán segir að það hafi vissulega komið einhver tilboð á þessum tíu árum en hann bara ekki stokkið. „En nú bara passaði þetta og Kristín leikstjóri var svo liðleg og henni var svo mikið í mun að fá mig til liðs við sig að þetta var kjörið tækifæri. Þetta er líka svo stórkostlegt verk og hlutverkið afmarkað. Það er líka svo yndislegt fólk þarna innanborðs, kærir vinir og uppáhaldsleikarar, þannig að þetta er fallegt og rétt. Svo er líka gott að koma og fá að vera án ábyrgðar og láta segja sér fyrir verkum. Það er frábært að vinna með Kristínu og svo hefur Sigurður Pálsson, eiginmaður hennar, líka verið að koma að þessu sem dramatúrg. Ég hef þekkt þau hjón í mörg ár og þau eru einstaklega nærandi og góður félagsskapur.“ Verk Becketts þykja mörgum vera mikil áskorun, jafnt leikurum sem áhorfendum, en Stefán segist alltaf hafa heillast af verkum hans. „Beckett nær með svo einstökum hætti yfir fáránleika tilvistarinnar. Texti og kringumstæður eru á einhvern hátt svo raunverulegar og mannlegar í senn. Textinn er allur svo nákvæmur og meitlaður að maður finnur vel hvernig legið hefur verið yfir hverju einasta orði og nostrað við hvert smáatriði. Mennskan er yfirþyrmandi í verkum Becketts og allt sem hann var að takast á við á sínum tíma á ekki síður við í dag. Líkast til vegna þess að okkur mönnunum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni. Beckett gerir kröfur til áhorfenda. Það þarf að gefa sér tíma og hugsa og spegla sig í listinni. Heimurinn er eins og hann er af því að við hugsum of lítið og neytum of mikið – látum mata okkur hugsunarlaust. En Beckett krefst þess af þér að þú gerir meira, látir ekki undan þessu markaðsstýrða samfélagi og hugsir um mennskuna og það er hlutverk listarinnar.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Aðdáendur írska skáldsins Samuels Beckett hafa ástæðu til þess að gleðjast þessa dagana. Leikritið Endatafl, eitt af helstu verkum skáldsins og leikbókmennta síðustu aldar, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Uppfærslan er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík sem hefst formlega seinna í þessum mánuði. Stefán Jónsson leikari er á meðal þeirra sem stíga á fjalirnar í kvöld ásamt þeim Þorsteini Bachmann, Þór Tulinius og Hörpu Arnardóttir í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stefán hefur reyndar ekki leikið á sviði í ein tíu ár en hann segir að það hafi ekki verið nein meðvituð ákvörðun. „Nei, þetta æxlaðist bara svona. Leikstjórn og kennsla tóku yfir lífið og tíminn til æfinga hvarf. Ég hef þó bleytt í leikaranum af og til í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er ég í raun leikandi allan daginn í kennslu, enda leikara-leikstjóri eins og það er kallað.“ Stefán segir að það hafi vissulega komið einhver tilboð á þessum tíu árum en hann bara ekki stokkið. „En nú bara passaði þetta og Kristín leikstjóri var svo liðleg og henni var svo mikið í mun að fá mig til liðs við sig að þetta var kjörið tækifæri. Þetta er líka svo stórkostlegt verk og hlutverkið afmarkað. Það er líka svo yndislegt fólk þarna innanborðs, kærir vinir og uppáhaldsleikarar, þannig að þetta er fallegt og rétt. Svo er líka gott að koma og fá að vera án ábyrgðar og láta segja sér fyrir verkum. Það er frábært að vinna með Kristínu og svo hefur Sigurður Pálsson, eiginmaður hennar, líka verið að koma að þessu sem dramatúrg. Ég hef þekkt þau hjón í mörg ár og þau eru einstaklega nærandi og góður félagsskapur.“ Verk Becketts þykja mörgum vera mikil áskorun, jafnt leikurum sem áhorfendum, en Stefán segist alltaf hafa heillast af verkum hans. „Beckett nær með svo einstökum hætti yfir fáránleika tilvistarinnar. Texti og kringumstæður eru á einhvern hátt svo raunverulegar og mannlegar í senn. Textinn er allur svo nákvæmur og meitlaður að maður finnur vel hvernig legið hefur verið yfir hverju einasta orði og nostrað við hvert smáatriði. Mennskan er yfirþyrmandi í verkum Becketts og allt sem hann var að takast á við á sínum tíma á ekki síður við í dag. Líkast til vegna þess að okkur mönnunum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni. Beckett gerir kröfur til áhorfenda. Það þarf að gefa sér tíma og hugsa og spegla sig í listinni. Heimurinn er eins og hann er af því að við hugsum of lítið og neytum of mikið – látum mata okkur hugsunarlaust. En Beckett krefst þess af þér að þú gerir meira, látir ekki undan þessu markaðsstýrða samfélagi og hugsir um mennskuna og það er hlutverk listarinnar.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira