Tvö ný lög á plötu frá Maríu Ólafs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2015 08:00 María Ólafsdóttir og StopWaitGo senda frá sér sína fyrstu EP-plötu. Mynd/Jónatan Grétarsson „Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira