Tvö ný lög á plötu frá Maríu Ólafs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2015 08:00 María Ólafsdóttir og StopWaitGo senda frá sér sína fyrstu EP-plötu. Mynd/Jónatan Grétarsson „Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira