Tekur upp plötu með glænýjum lögum gunnar leó pálsson skrifar 18. maí 2015 12:00 Hér er Helgi í hljóðverinu ásamt félögum. mynd/Helgi Björnsson „Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við. Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við.
Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira