Alltaf skemmtilegt að skapa Magnús Guðmundsson skrifar 22. maí 2015 13:00 Styrkþegar voru glaðir og ánægðir með viðurkenninguna. Visir/Ernir Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Í gær var úthlutað nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár sem er úthlutað til útgáfu á nýjum verkum ungra höfunda en þetta er í áttunda skipti sem nýræktarstyrkjum er úthlutað. Höfundarnir skila inn handriti til umsóknar og í ár eru það fimm verk sem hljóta styrk úr sjóðnum.Að heiman, höfundur Arngunnur Árnadóttir.Glópagull og galdraskruddur, barnabók, höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir.Himnaljós, smásögur, höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir.Sirkus, skáldverk, höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Höfundar Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Yngstu styrkþegarnir að þessu sinni eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson með Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? Þeir gerðu garðinn frægan með leiksýningunni Unglingurinn á vegum Gaflaraleikhússins en þeir bæðu skrifuðu verkið og léku í því. Arnór og Óli Gunnar eru frændur og er aðeins ár á milli þeirra félaga en Óli Gunnar er árinu yngri. „Arnór er á fyrsta ári í Versló en ég er að klára tíunda bekkinn,“ segir Óli Gunnar. „En ég stefni líka í Versló á næsta ári og vona að það gangi eftir. Um styrkveitinguna segir Óli Gunnar að þetta sé óneitanlega smá pressa en þó fyrst og fremst innblástur og hvatning. „Þetta tiltekna verkefni kom eiginlega þannig til að Bryndís Björgvinsdóttir hafði samband við okkur og kom með þessa hugmynd út frá leikritinu okkar. Þetta verður kannski dálítið sérstök bók sem kemur til með að vera í senn skáldsaga og sagan um okkur að rífast um hvernig bókin eigi að vera. Við erum þó ekki komnir langt með verkefnið þar sem við erum báðir í prófum en förum svo á fullt í sumar. Það hjálpar okkur líka hvað Unglingurinn gekk vel því það hefur gefið okkur sjálfstraust. Óli Gunnar ætlar sér að verða leikari í framtíðinni og telur að það sé nú ekki ólíklegt að Arnór ætli sér það líka þó að hann verði auðvitað að svara fyrir sig. Hann bendir líka á að það fari í raun mjög vel saman við ritstörfin. „Málið er að það er bara svo skemmtilegt að skapa og ef maður lendir kannski í þeirri stöðu að vera atvinnulaus leikari þá getur maður skapað sér vinnu með skrifunum. Í sumar erum við t.d. að fara að leika Unglinginn bæði í Póllandi og Kína og það er alveg rosalega spennandi og skemmtilegt dæmi sem við hlökkum mikið til.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira