Kristín aftur valin í landsliðið eftir átta ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:30 Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val í Laugardalshöllinni í vetur. Vísir/Vilhelm Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007. Íslenski handboltinn Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007.
Íslenski handboltinn Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti