Hressandi en ekki gallalaus leikur fyrir marga að spila í einu Tinni Sveinsson skrifar 6. júní 2015 12:00 Fjölbreyttur Mario Party er smekkfullur af smáleikjum VÍSIR/NINTENDO Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög