Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur gengið frá kaupum á gögnum með upplýsingum sem tengja Íslendinga við 400 til 500 félög í skattaskjólum. Gögnin, sem greiddar voru um 30 milljónir króna fyrir eða 200 þúsund evrur, komu til landsins á föstudag.
„Nú er verið að fara yfir gögnin og skoða hvernig lagt verður upp með næstu skref í málinu svo farsælast verði,“ segir Bryndís.
Skattrannsóknarstjóri fékk sýnishorn af þessum gögnum í fyrravor og eftir að hafa farið yfir þau í fyrrasumar var fjármálaráðuneytinu send greinargerð í september síðastliðnum. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. „Í sýnishornunum sem við fengum kom fram að sumt var talið fram og gert réttilega en annað ekki.“
Ríkisstjórnin samþykkti í apríl síðastliðnum aukafjárveitingu til að fjármagna kaup á gögnunum.
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur enn ekki fengið öll viðbótargögn frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum tíu Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna.
Skattrannsóknarstjóri legst yfir nýkeypt gögn
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar

Mest lesið

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent


Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent