Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Guðrún Ansnes skrifar 12. júní 2015 12:00 Allir eru velkomnir í Norræna húsið klukkan 17.00 í dag Vísir/GVA Í dag eru hundrað ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi, og sömuleiðis í Danmörku. Af því tilefni ætla konur og karlar að fagna saman með sérlegum fundi í Norræna húsinu í dag. „Þarna verður farið yfir söguna, og fagbundin umfjöllun í bland við umræður verður í hávegum höfð,“ segir Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri, en hún gegnir hlutverki fundarstjóra. Munu Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, danskur rithöfundur, og Gerður Kristný Guðjónsdóttir flytja erindi, sem svo verður fylgt eftir með umræðum. „Það verður gaman að heyra muninn á dönsku samfélagi og íslensku, en Skov er til dæmis þekkt í Danmörku fyrir að vera beitt í ádeilu sinni á samfélagið og er mikill þjóðfélagsrýnir,“ útskýrir Charlotte, sem sjálf er dönsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fjöldamörg ár. „Að loknum erindum verða umræður í um þrjátíu mínútur, þar sem ég opna fyrir umræðuna og ætla að spyrja meðal annars út í þá staðreynd að stúlkur séu oftar en ekki með háar einkunnir í skóla, iðulega dúxar, og hvernig það skilar sér til dæmis í hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, hvernig komið er fram við kvenlíkamann og fleira sem brýnt er í femínískri umræðu í dag,“ segir Charlotte. Segir Charlotte mikið hægt að segja til um samfélag þar sem konur geta grínast og skotið á sjálfar sig og karlana. Það sé góðs viti. „Þó svo að launin skipti miklu máli þá verðum við líka að horfa á kjarnann, húmorinn, líkamann og menntunina,“ segir hún að lokum. Er fundurinn samstarfsverkefni upplýsingaskrifstofunnar Norðurlönd í fókus, danska sendiráðsins á Íslandi og Reykjavíkurborgar. Menning Tengdar fréttir Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í dag eru hundrað ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi, og sömuleiðis í Danmörku. Af því tilefni ætla konur og karlar að fagna saman með sérlegum fundi í Norræna húsinu í dag. „Þarna verður farið yfir söguna, og fagbundin umfjöllun í bland við umræður verður í hávegum höfð,“ segir Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri, en hún gegnir hlutverki fundarstjóra. Munu Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, danskur rithöfundur, og Gerður Kristný Guðjónsdóttir flytja erindi, sem svo verður fylgt eftir með umræðum. „Það verður gaman að heyra muninn á dönsku samfélagi og íslensku, en Skov er til dæmis þekkt í Danmörku fyrir að vera beitt í ádeilu sinni á samfélagið og er mikill þjóðfélagsrýnir,“ útskýrir Charlotte, sem sjálf er dönsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fjöldamörg ár. „Að loknum erindum verða umræður í um þrjátíu mínútur, þar sem ég opna fyrir umræðuna og ætla að spyrja meðal annars út í þá staðreynd að stúlkur séu oftar en ekki með háar einkunnir í skóla, iðulega dúxar, og hvernig það skilar sér til dæmis í hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, hvernig komið er fram við kvenlíkamann og fleira sem brýnt er í femínískri umræðu í dag,“ segir Charlotte. Segir Charlotte mikið hægt að segja til um samfélag þar sem konur geta grínast og skotið á sjálfar sig og karlana. Það sé góðs viti. „Þó svo að launin skipti miklu máli þá verðum við líka að horfa á kjarnann, húmorinn, líkamann og menntunina,“ segir hún að lokum. Er fundurinn samstarfsverkefni upplýsingaskrifstofunnar Norðurlönd í fókus, danska sendiráðsins á Íslandi og Reykjavíkurborgar.
Menning Tengdar fréttir Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08
Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23