Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Ingvar Haraldsson skrifar 16. júní 2015 09:00 Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/VILHELM lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30