Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar konur Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 19. júní 2015 11:00 Auður Styrkársdóttir Vísir/Valli Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráðist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýningar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíðarhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru samþykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kaflaskil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minnumst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldarafmælisins var kjörin á fundi sem forseti alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karlsdóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Menning Tengdar fréttir Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Charlotte Bøving verður fundarstjóri fundar í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna. 12. júní 2015 12:00