Hefði ekki getað gert neitt betur Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júní 2015 09:30 Barði Jóhannsson var lengi að skila plötunni af sér því hann vildi vera sáttur. Þetta er jafnframt fyrsta Bang Gang platan sem hann hljóðblanda sjálfur. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hefur margra fjöruna sopið í lífi tónlistarinnar og unnið að alls kyns verkefnum. Hans meginhugðarefni hefur þó í gegnum tíðina verið hljómsveitin hans, Bang Gang, en nýjasta plata Bang Gang, sem ber titilinn The Wolves Are Whispering, kom út á dögunum. Um er að ræða fyrstu Bang Gang-plötuna með nýju efni síðan árið 2008. „Platan er búin að vera ansi lengi í farvatninu. Ég byrjaði að vinna í henni fljótlega eftir að Ghosts from the Past kom út,“ segir Barði. Þó komu alltaf upp verkefni sem hindruðu það að hann gæti einbeitt sér að Bang Gang. „Ég var alltaf búinn að plana að klára hana en þá kom alltaf eitthvað annað upp. Ég vann eitthvað í henni í þrjá daga en svo ekkert í fjóra mánuði og jafnvel bara ekkert í hálft ár. Þó ég hafi tekið tíma frá til þess að vinna í henni þá kom allt eitthvert annað spennandi verkefni upp sem gat ekki beðið,“ útskýrir Barði.Mixar plötuna sjálfur Hann ákvað síðasta sumar að eyða tíma í að klára nýjustu afurðina sína og er sáttur við afraksturinn. Um er að ræða fyrstu Bang Gang-plötuna sem Barði hljóðblandar sjálfur. „Ég mixaði hana sjálfur en það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég hef mixað klassísku verkefnin mín en aldrei Bang Gang. Það er til dæmis eitt lag á plötunni sem ég sem, syng og spila á allt, hingað til hef ég viljað fá aukaeyru í svoleiðis aðstæðum en núna fannst mér kominn tími til að taka þetta alla leið sjálfur. En fyrir vikið hljómar platan nákvæmlega eins og ég vil hafa hana,“ segir Barði. „Ég var gríðarlega lengi að skila henni af mér því ég vildi vera sáttur. Ég er mjög ánægður með hana og hefði allavega ekki geta gert neitt betur.“ Platan er tekin upp í stúdíói sem Barði á og stýrði hann upptökum sjálfur og próduseraði allt, nema tvö lög sem Arnar Guðjónsson og Bloodgroup aðstoðuðu hann við. Hann segir plötuna vera rökrétt framhald af fyrri plötum Bang Gang. „Þessi er aðeins dekkri en Ghosts from the Past en samt er ég í raun að fara aftur á bak því það er meira af elektróník á þessari. Fyrsta platan var mikið elektró, næsta plata var blanda af elektró og akústík, svo á Ghosts from the Past akústík en sú nýja er svo blanda af öllu þessu.“ Fjögur lög á plötunni semur Barði með öðrum listamönnum, eitt með hljómsveitinni Bloodgroup, eitt með Keren Ann og Bigga Veiru, eitt lag með Jófríði Ákadóttur úr Samaris og þá syngur og semur Helen Marnie úr Ladytron eitt lag. Barði segist ekki flippa í tónlist. „Það eru margir aðrir í því að flippa og það má alveg. Það má allt í öllu en svo er bara val hjá hverjum og einum hvað hann gerir."Vísir/ErnirHeillar Kínverja upp úr skónum Ákveðinn draugablær er yfir textunum á plötunni og hafði svissneskur blaðamaður orð á því að tónlistin og textarnir væru svokallað, draumkennt draugapopp. „Það er örugglega rétt hjá honum. Það kemur draugablær fyrir í textunum og þeir eru frekar þungir. Í textunum er ég mest að segja hlutina hreint út. Þeir eru sambland af einhverju sem maður hefur séð og upplifað en ekki um eitthvert eitt atvik. Þetta er bara almenn lýsing á upplifun sem er samansafn að því sem maður hefur upplifað um ævina,“ segir Barði um texta plötunnar. Barði á sitt eigið fyrirtæki sem stendur að útgáfu The Wolves Are Whispering og kemur hún út um nánast allan heim. „Hún kemur út í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og er gefin út af mínu fyrirtæki, Bang ehf. Ég hef alltaf leigt réttinn til fyrirtækja úti en í þetta skipti, þar sem ég er kominn með góð sambönd, ætla ég að gera þetta sjálfur.“ Hann er byrjaður að bóka tónleikaferðir víða til að kynna nýju plötuna og stefnir á að halda útgáfutónleika í Gamla bíói í september. Að öðrum stöðum ólöstuðum segist Barði kunna vel við sig í Kína og fá góðar móttökur þar að jafnaði og virðist vinsæll þar í landi. „Fólk á það til að falla í yfirlið í Kína. Síðast þegar ég var að gefa áritun þar þá leið yfir einn og það er ekki í fyrsta skiptið sem það gerist í Kína. Það er samt skrítið og athyglisvert þegar fólk grætur og dettur svona út,“ segir Barði léttur í lundu og bætir við: „Ég skrifa á VISA-kvittanir á hverjum degi og öllum er sama, þannig að þetta er svolítið súrrealískt.“Fyrsta Bang Gang platan, You kom út árið 1998.Dóttirin skemmtilegust í heimi Hann er og hefur ávallt verið mikill vinnuþjarkur, sefur lítið og vinnur eins mikið og hann mögulega getur. „Ég tók fimmtán ára tímabil þar sem ég vann út í eitt, svaf eins lítið og ég mögulega komst upp með. Mér er mikið í mun að gera hluti vel og eins að gera hluti sem taldir eru óhugsandi fyrir einn mann. Mér hefur tekist það nokkuð vel og náð að gera margt sem lýtur að praktískum málum bransans sjálfur, eins látið verða af verkefnum sem eru ópraktísk en mér hefur þótt hressandi. Síðustu 5 ár hef ég alltaf tekið frí aðra hverja helgi, þannig að tarnirnar eru bara í 10-12 daga í senn.“ Maður með svo mörg verkefni í gangi hlýtur að þurfa að hlaða batteríin og næra líkama og sál. Hvernig núllstillir þú þig? „Ég geri eitthvað skemmtilegt með dóttur minni, en hún er skemmtilegasta manneskja í heimi. Svo hef ég stundum tekið líkamsræktarsyrpur, hef samt ekki sinnt því sem skyldi í 2 ár. Fannst mjög gaman að lyfta. Ef það er einhver sem er að þjálfa og langar að massa upp tónlistarmann, þá er ég til,“ segir Barði sposkur. Þótt hann hafi ekki haft hátt um það þá hefur hann gaman af líkamsrækt en hefur ekki enn fundið tíma til þess að stunda ræktina af alvöru. Hann biður stjórnvöld um að lengja sólarhringinn, þó það væri ekki nema um eina klukkustund. „Það væri ekki verra að hafa 25 eða fleiri klukkustundir í sólarhringnum. Maður þarf ekki að sofa nema í sex til sjö tíma þannig að ef maður lengir sólarhringinn þá getur maður gert hluti eins og að fara í ræktina,“ segir Barði og hlær. Nýjasta plata Bang Gang, The Wolves Are Whispering kom út á dögunum.Flippar ekki í músík Helstu verkefni sem Barði hefur unnið við undanfarin ár fyrir utan Bang Gang eru Starwalker-verkefnið en þar vinnur Barði með Jean-Benoit Dunckel sem er líklega best þekktur fyrir að vera í hljómsveitinni Air. Annað samstarfsverkefni kallast Lady & Bird þar sem hann vinnur með Keren Ann en hún samdi einmitt eitt lag með Barða á nýju plötunni. „Lady and Bird óperan er í vinnslu við að verða teiknimynd. Svo er ég að klára klassískt verk sem ég hef verið að vinna í einhvern tíma þannig að það er alveg nóg að gera.“ Barði samdi tónlistina við frönsku kvikmyndina De Toutes Nos Forces sem fékk um 700.000 manns í bíó í Frakklandi, eins samdi hann tónlist fyrir ameríska tryllinn Would You Rather ásam Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Þá hefur hann gert tónlist í margar auglýsingar eins og fyrir Armani, Citroën, Gas De France, BankNordik og fleiri. Fyrir utan öll alvarlegu verkefnin sem hann hefur unnið að þá verður blaðamaður að spyrja hvort hann þurfi ekki stundum að kúpla sig út úr alvörunni og hreinlega flippa smá í tónlistinni. „Ég flippa ekki. Það eru margir aðrir í því að flippa og það má alveg. Það má allt í öllu en svo er bara val hjá hverjum og einum hvað hann gerir,“ segir Barði og hlær. Barði kom einmitt fram með lagið „Ho, Ho, Ho, We say Hey, Hey, Hey undir nafninu Mercedes Club í undankeppni Eurovision árið 2008. Var það flipp? „Eins og ég sagði áðan þá flippa ég aldrei, ég hlæ aldrei og er vampíra,“ segir Barði alvarlegur. Hér fyrir neðan mjá sjá tvö tónlistarmyndbönd við lög af nýju plötunni. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hefur margra fjöruna sopið í lífi tónlistarinnar og unnið að alls kyns verkefnum. Hans meginhugðarefni hefur þó í gegnum tíðina verið hljómsveitin hans, Bang Gang, en nýjasta plata Bang Gang, sem ber titilinn The Wolves Are Whispering, kom út á dögunum. Um er að ræða fyrstu Bang Gang-plötuna með nýju efni síðan árið 2008. „Platan er búin að vera ansi lengi í farvatninu. Ég byrjaði að vinna í henni fljótlega eftir að Ghosts from the Past kom út,“ segir Barði. Þó komu alltaf upp verkefni sem hindruðu það að hann gæti einbeitt sér að Bang Gang. „Ég var alltaf búinn að plana að klára hana en þá kom alltaf eitthvað annað upp. Ég vann eitthvað í henni í þrjá daga en svo ekkert í fjóra mánuði og jafnvel bara ekkert í hálft ár. Þó ég hafi tekið tíma frá til þess að vinna í henni þá kom allt eitthvert annað spennandi verkefni upp sem gat ekki beðið,“ útskýrir Barði.Mixar plötuna sjálfur Hann ákvað síðasta sumar að eyða tíma í að klára nýjustu afurðina sína og er sáttur við afraksturinn. Um er að ræða fyrstu Bang Gang-plötuna sem Barði hljóðblandar sjálfur. „Ég mixaði hana sjálfur en það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég hef mixað klassísku verkefnin mín en aldrei Bang Gang. Það er til dæmis eitt lag á plötunni sem ég sem, syng og spila á allt, hingað til hef ég viljað fá aukaeyru í svoleiðis aðstæðum en núna fannst mér kominn tími til að taka þetta alla leið sjálfur. En fyrir vikið hljómar platan nákvæmlega eins og ég vil hafa hana,“ segir Barði. „Ég var gríðarlega lengi að skila henni af mér því ég vildi vera sáttur. Ég er mjög ánægður með hana og hefði allavega ekki geta gert neitt betur.“ Platan er tekin upp í stúdíói sem Barði á og stýrði hann upptökum sjálfur og próduseraði allt, nema tvö lög sem Arnar Guðjónsson og Bloodgroup aðstoðuðu hann við. Hann segir plötuna vera rökrétt framhald af fyrri plötum Bang Gang. „Þessi er aðeins dekkri en Ghosts from the Past en samt er ég í raun að fara aftur á bak því það er meira af elektróník á þessari. Fyrsta platan var mikið elektró, næsta plata var blanda af elektró og akústík, svo á Ghosts from the Past akústík en sú nýja er svo blanda af öllu þessu.“ Fjögur lög á plötunni semur Barði með öðrum listamönnum, eitt með hljómsveitinni Bloodgroup, eitt með Keren Ann og Bigga Veiru, eitt lag með Jófríði Ákadóttur úr Samaris og þá syngur og semur Helen Marnie úr Ladytron eitt lag. Barði segist ekki flippa í tónlist. „Það eru margir aðrir í því að flippa og það má alveg. Það má allt í öllu en svo er bara val hjá hverjum og einum hvað hann gerir."Vísir/ErnirHeillar Kínverja upp úr skónum Ákveðinn draugablær er yfir textunum á plötunni og hafði svissneskur blaðamaður orð á því að tónlistin og textarnir væru svokallað, draumkennt draugapopp. „Það er örugglega rétt hjá honum. Það kemur draugablær fyrir í textunum og þeir eru frekar þungir. Í textunum er ég mest að segja hlutina hreint út. Þeir eru sambland af einhverju sem maður hefur séð og upplifað en ekki um eitthvert eitt atvik. Þetta er bara almenn lýsing á upplifun sem er samansafn að því sem maður hefur upplifað um ævina,“ segir Barði um texta plötunnar. Barði á sitt eigið fyrirtæki sem stendur að útgáfu The Wolves Are Whispering og kemur hún út um nánast allan heim. „Hún kemur út í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og er gefin út af mínu fyrirtæki, Bang ehf. Ég hef alltaf leigt réttinn til fyrirtækja úti en í þetta skipti, þar sem ég er kominn með góð sambönd, ætla ég að gera þetta sjálfur.“ Hann er byrjaður að bóka tónleikaferðir víða til að kynna nýju plötuna og stefnir á að halda útgáfutónleika í Gamla bíói í september. Að öðrum stöðum ólöstuðum segist Barði kunna vel við sig í Kína og fá góðar móttökur þar að jafnaði og virðist vinsæll þar í landi. „Fólk á það til að falla í yfirlið í Kína. Síðast þegar ég var að gefa áritun þar þá leið yfir einn og það er ekki í fyrsta skiptið sem það gerist í Kína. Það er samt skrítið og athyglisvert þegar fólk grætur og dettur svona út,“ segir Barði léttur í lundu og bætir við: „Ég skrifa á VISA-kvittanir á hverjum degi og öllum er sama, þannig að þetta er svolítið súrrealískt.“Fyrsta Bang Gang platan, You kom út árið 1998.Dóttirin skemmtilegust í heimi Hann er og hefur ávallt verið mikill vinnuþjarkur, sefur lítið og vinnur eins mikið og hann mögulega getur. „Ég tók fimmtán ára tímabil þar sem ég vann út í eitt, svaf eins lítið og ég mögulega komst upp með. Mér er mikið í mun að gera hluti vel og eins að gera hluti sem taldir eru óhugsandi fyrir einn mann. Mér hefur tekist það nokkuð vel og náð að gera margt sem lýtur að praktískum málum bransans sjálfur, eins látið verða af verkefnum sem eru ópraktísk en mér hefur þótt hressandi. Síðustu 5 ár hef ég alltaf tekið frí aðra hverja helgi, þannig að tarnirnar eru bara í 10-12 daga í senn.“ Maður með svo mörg verkefni í gangi hlýtur að þurfa að hlaða batteríin og næra líkama og sál. Hvernig núllstillir þú þig? „Ég geri eitthvað skemmtilegt með dóttur minni, en hún er skemmtilegasta manneskja í heimi. Svo hef ég stundum tekið líkamsræktarsyrpur, hef samt ekki sinnt því sem skyldi í 2 ár. Fannst mjög gaman að lyfta. Ef það er einhver sem er að þjálfa og langar að massa upp tónlistarmann, þá er ég til,“ segir Barði sposkur. Þótt hann hafi ekki haft hátt um það þá hefur hann gaman af líkamsrækt en hefur ekki enn fundið tíma til þess að stunda ræktina af alvöru. Hann biður stjórnvöld um að lengja sólarhringinn, þó það væri ekki nema um eina klukkustund. „Það væri ekki verra að hafa 25 eða fleiri klukkustundir í sólarhringnum. Maður þarf ekki að sofa nema í sex til sjö tíma þannig að ef maður lengir sólarhringinn þá getur maður gert hluti eins og að fara í ræktina,“ segir Barði og hlær. Nýjasta plata Bang Gang, The Wolves Are Whispering kom út á dögunum.Flippar ekki í músík Helstu verkefni sem Barði hefur unnið við undanfarin ár fyrir utan Bang Gang eru Starwalker-verkefnið en þar vinnur Barði með Jean-Benoit Dunckel sem er líklega best þekktur fyrir að vera í hljómsveitinni Air. Annað samstarfsverkefni kallast Lady & Bird þar sem hann vinnur með Keren Ann en hún samdi einmitt eitt lag með Barða á nýju plötunni. „Lady and Bird óperan er í vinnslu við að verða teiknimynd. Svo er ég að klára klassískt verk sem ég hef verið að vinna í einhvern tíma þannig að það er alveg nóg að gera.“ Barði samdi tónlistina við frönsku kvikmyndina De Toutes Nos Forces sem fékk um 700.000 manns í bíó í Frakklandi, eins samdi hann tónlist fyrir ameríska tryllinn Would You Rather ásam Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Þá hefur hann gert tónlist í margar auglýsingar eins og fyrir Armani, Citroën, Gas De France, BankNordik og fleiri. Fyrir utan öll alvarlegu verkefnin sem hann hefur unnið að þá verður blaðamaður að spyrja hvort hann þurfi ekki stundum að kúpla sig út úr alvörunni og hreinlega flippa smá í tónlistinni. „Ég flippa ekki. Það eru margir aðrir í því að flippa og það má alveg. Það má allt í öllu en svo er bara val hjá hverjum og einum hvað hann gerir,“ segir Barði og hlær. Barði kom einmitt fram með lagið „Ho, Ho, Ho, We say Hey, Hey, Hey undir nafninu Mercedes Club í undankeppni Eurovision árið 2008. Var það flipp? „Eins og ég sagði áðan þá flippa ég aldrei, ég hlæ aldrei og er vampíra,“ segir Barði alvarlegur. Hér fyrir neðan mjá sjá tvö tónlistarmyndbönd við lög af nýju plötunni.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira