Skyggni ágætt Birta Björnsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 Sumarið er komið. Ársfjórðungurinn þegar landsmenn liggja enn betur en í annan tíma yfir veðurspám og kortum oft á dag til að eygja sólarglætu einhvers staðar á landinu. Við þessar veðurathuganir verður mér alltaf hugsað til systur minnar. Þegar veðurfréttirnar tónuðu í viðtækjunum: „Austurland að Glettingi. Norð-norð-vestan þrír. Skyggni ágætt,“ tók systir mín við sér. Hún stóð nefnilega í þeirri bjargföstu trú að með upptalningunni væri veðurfréttakonan að mæla með notkun skyggna. Það væri allavega ágætt að hafa þau við höndina. Hér ber að hafa í huga að þetta var á níunda áratug síðustu aldar þegar neonlituð skyggni með frottefóðri þóttu um það bil það smartasta í víðri veröld. Hvort skyggnin voru þess tíma buff skal ósagt látið, eftirlætishöfuðfat allra barna sem foreldrar reyna að lauma í öskutunnuna í skjóli nætur. Hvað sem því líður sat litla systir með neongræna skyggnið sitt við útvarpið og beið eftir að veðurfréttakonan kvæði upp sinn dóm. Á ég að setja upp skyggnið eða ekki? Þá má einnig minnast barnsins sem á svipuðum tíma fór með móður sinni í helgarferð inn í Þórsmörk. Drengurinn hafði hreyfiþörf sem Duracell-kanínan gæti verið stolt af og átti það til að skoppa um víðan völl og bað móðir hans hann því vinsamlegast um að passa sig á gjótunum. Alla helgina var drengurinn sem hengdur upp á þráð eftir ráðleggingar móður sinnar. Leit reglulega um öxl og gjóaði augunum yfir sanda og fjalllendi. Ekki var alveg jafn auðvelt að sofna í tjaldinu á kvöldin og hugmyndaflugið á yfirsnúningi. Á síðasta degi, kominn um borð í rútuna og á leið heim í öruggt skjól, gat drengurinn loks borið upp spurninguna sem brann á honum alla helgina: „Mamma, hvernig dýr eru eiginlega gjótur?“ Suman misskilning ætti helst aldrei að leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Sumarið er komið. Ársfjórðungurinn þegar landsmenn liggja enn betur en í annan tíma yfir veðurspám og kortum oft á dag til að eygja sólarglætu einhvers staðar á landinu. Við þessar veðurathuganir verður mér alltaf hugsað til systur minnar. Þegar veðurfréttirnar tónuðu í viðtækjunum: „Austurland að Glettingi. Norð-norð-vestan þrír. Skyggni ágætt,“ tók systir mín við sér. Hún stóð nefnilega í þeirri bjargföstu trú að með upptalningunni væri veðurfréttakonan að mæla með notkun skyggna. Það væri allavega ágætt að hafa þau við höndina. Hér ber að hafa í huga að þetta var á níunda áratug síðustu aldar þegar neonlituð skyggni með frottefóðri þóttu um það bil það smartasta í víðri veröld. Hvort skyggnin voru þess tíma buff skal ósagt látið, eftirlætishöfuðfat allra barna sem foreldrar reyna að lauma í öskutunnuna í skjóli nætur. Hvað sem því líður sat litla systir með neongræna skyggnið sitt við útvarpið og beið eftir að veðurfréttakonan kvæði upp sinn dóm. Á ég að setja upp skyggnið eða ekki? Þá má einnig minnast barnsins sem á svipuðum tíma fór með móður sinni í helgarferð inn í Þórsmörk. Drengurinn hafði hreyfiþörf sem Duracell-kanínan gæti verið stolt af og átti það til að skoppa um víðan völl og bað móðir hans hann því vinsamlegast um að passa sig á gjótunum. Alla helgina var drengurinn sem hengdur upp á þráð eftir ráðleggingar móður sinnar. Leit reglulega um öxl og gjóaði augunum yfir sanda og fjalllendi. Ekki var alveg jafn auðvelt að sofna í tjaldinu á kvöldin og hugmyndaflugið á yfirsnúningi. Á síðasta degi, kominn um borð í rútuna og á leið heim í öruggt skjól, gat drengurinn loks borið upp spurninguna sem brann á honum alla helgina: „Mamma, hvernig dýr eru eiginlega gjótur?“ Suman misskilning ætti helst aldrei að leiðrétta.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun