Íslenskur ljósmyndari vekur heimsathygli Guðrún Ansnes skrifar 2. júlí 2015 15:00 Sigga Ella notar myndavélina til að koma mikilvægum skilaboðum út í kosmósið. Vísir/Ernir Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr. Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr.
Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30