Óhentugt fyrir tvo að dýrka sömu stúlkuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 11:45 Elvar Logi og Jón Sigurður hafa ritað nýja og fjörlega fóstbræðrasögu sem nefnist Bíldudalsbingó. Í baksýn sést fjallið Bylta. Mynd/Aðsend „Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira