Eyþór Rúnarsson hefur svo sannarlega slegið í gegn með þáttum sínum Sumar- og grillréttir Eyþórs á Stöð 2. Hann er með girnilegar hugmyndir sem henta fullkomlega á sumarhlaðborðið nú eða bara á sumarborðið inni ef það rignir úti.
Grilluð risahörpuskel með grilluðu grænmeti í mísó-dressingu
Hörpuskelin
50 ml ólífuolía
1 hvítlauksgeiri (fínt rifinn)
2 msk. lime-safi
3 msk. sojasósa
2 msk. sesamolía
12 stk. stórar hörpuskeljar
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Setjið allt hráefnið nema hörpuskelina saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín. Setjið hörpuskelina í marineringuna og látið standa í 1-2 tíma. Þerrið mestu olíuna af hörpuskelinni, þræðið hana svo upp á spjót og grillið í um 2 mín. á hvorri hlið.
Mísó-dressing
½ rauðlaukur
1 hvítlauksgeiri
130 g mísó
2 msk. sesamolía
2 msk. sojasósa
2 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. mirin
2 msk. vatn
60 ml ólífuolía
Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín.
Meðlæti í dressingu
8 stk. smámaís
1 stk. paprika (smátt skorin)
4 msk. granateplakjarnar
2 msk. fínt skorinn graslaukur
2 msk. ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar
Grillið smámaísinn og paprikuna þar til hvort tveggja er orðið mjúkt í gegn. Skerið svo niður í litla bita og setjið í skál með hinu hráefninu og smakkið til með saltinu og piparnum.
Grillaður kúrbítur
1 stk. kúrbítur
Ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar
Grillið kúrbítinn í 2 mín. á hvorri hlið og penslið svo með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar.
Skraut
4 msk. fínt skorið þurrkað mangó

