Nýta tímann vel heima á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2015 10:00 Hljómsveitin spilaði í Þríhnúkagíg á dögunum. myndir/ Stroud Rohde Pearce „Við erum mjög spenntir, það er svo langt síðan við spiluðum heima síðast,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo. Sveitin kemur fram á tónleikum í Gamla bíói í kvöld og eru það jafnframt einu formlegu tónleikar sveitarinnar á landinu á árinu. Kaleo hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og ætlar að leika nýtt efni í bland við eldra á tónleikunum. „Við tökum alltaf nýtt efni. Við erum með glás af efni sem hefur ekki verið tekið upp. Fólk gæti því heyrt eitthvað sem það hefur aldrei heyrt áður í kvöld,“ bætir Jökull við. Með þeim á sviðinu verða ýmsir gestaleikarar og má þar nefna strengjaleikara og munnhörpusnillinginn Þorleif Gauk Davíðsson. Liðsmenn Kaleo hafa nýtt tímann vel hér á landi og spiluðu á tónleikum í Þríhnúkagíg í vikunni. „Við fórum með tonn af græjum þangað og spiluðum. Það var þvílík upplifun að vera þarna og hljómburðurinn frábær. Við tókum upp myndband þarna sem verður seinna sýnt,“ segir Jökull. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00 og ætlar hljómsveitin VAR að hita upp. Myndir frá ferð sveitarinnar í Þríhnúkagíg má sjá hér að neðan. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, það er svo langt síðan við spiluðum heima síðast,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo. Sveitin kemur fram á tónleikum í Gamla bíói í kvöld og eru það jafnframt einu formlegu tónleikar sveitarinnar á landinu á árinu. Kaleo hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og ætlar að leika nýtt efni í bland við eldra á tónleikunum. „Við tökum alltaf nýtt efni. Við erum með glás af efni sem hefur ekki verið tekið upp. Fólk gæti því heyrt eitthvað sem það hefur aldrei heyrt áður í kvöld,“ bætir Jökull við. Með þeim á sviðinu verða ýmsir gestaleikarar og má þar nefna strengjaleikara og munnhörpusnillinginn Þorleif Gauk Davíðsson. Liðsmenn Kaleo hafa nýtt tímann vel hér á landi og spiluðu á tónleikum í Þríhnúkagíg í vikunni. „Við fórum með tonn af græjum þangað og spiluðum. Það var þvílík upplifun að vera þarna og hljómburðurinn frábær. Við tókum upp myndband þarna sem verður seinna sýnt,“ segir Jökull. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00 og ætlar hljómsveitin VAR að hita upp. Myndir frá ferð sveitarinnar í Þríhnúkagíg má sjá hér að neðan.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira