Auglýsingasprengja fyrir Austurland Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. júlí 2015 10:30 Talið er að um 2.200 manns á hátíðinni þegar að mest var. Mynd/Freyja Gylfadóttir „Við settum aðsóknarmet og þetta gekk rosalega vel,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs, sem fram fór um liðna helgi. Yfir tvö þúsund manns sóttu hátíðina í ár og var hún talsvert fjölmennari en undanfarin ár. „Þetta er að minnsta kosti 30 prósenta aukning á milli ára. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið um 2.200 manns á hátíðinni þegar að mest var,“ segir Stefán alsæll en hann var að klára að sópa gólfið í tónleikasalnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þær erlendu hljómsveitir sem komu fram í ár voru ákaflega ánægðar með hátíðina. „Erlendu böndin voru heilluð af hátíðinni og líka af landslaginu og náttúrunni hérna fyrir austan. Ónefndur erlendur hljómsveitarmeðlimur sagði við mig að þetta hefði verið í fyrsta skipti í marga mánuði sem það hefði verið gaman að spila á festivali,“ segir Stefán um erlendu böndin.Aðstandendur Eistnaflugshátíðarinnar eru ekkert að grínast hvað varðar allan aðbúnað á hátíðinni. Tónleikarnir voru veisla fyrir augu og eyru.Mynd/Freyja GylfadóttirEistnaflug hefur ávallt verið mikil kynning fyrir Austurland og segir Stefán að hátíðin í ár muni koma til með að vera ákveðin kynningarsprengja fyrir landið og Austurland sérstaklega. „Bara við vorum með um tíu erlenda blaðamenn sem við buðum. Þar fyrir utan komu örugglega um 20 til 30 aðrir erlendir blaðamenn og ljósmyndarar. Þetta voru allavega svona 40 tímarit, að lágmarki, sem voru hérna. Þannig að þetta er einhver rosalegasta kynning sem Austurland hefur fengið,“ segir Stefán. Tónleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað í fyrsta sinn en áður höfðu þeir verið haldnir í Egilsbúð. Það þýðir að mun fleiri gestir geta sótt hátíðina. „Hátíðin verður með þessu sniði, þú bakkar ekkert út úr þessu dæmi. Þetta á bara eftir að stækka.“ Rúmlega 500 útlendingar mættu á Eistnaflug í ár og segir Stefán að miðað við þá umfjöllun sem er að fara í gang erlendis, megi reikna með um 700 útlendingum á næsta ári, sem er talsverð aukning. Stefán segir erfitt að finna hápunkt á hátíð sem þessari. „Tónleikarnir voru einn hápunktur, það er bara þannig,“ segir Stefán fullur tilhlökkunar fyrir næstu hátíð. Tvö erlend bönd eru nú þegar bókuð á hátíðina á næsta ári þau Belphegor og Melechesh.Veðrið lék á köflum við gesti hátíðarinnar.Mynd/Freyja GylfadóttirRúmlega 500 útlendingar mættu á Eistnaflug í ár.Mynd/Freyja GylfadóttirBubbi og Dimma stóðu sig með miklum sóma.Mynd/Freyja GylfadóttirStefán Jakobsson og hljómsveitin Dimma fóru á kostum.Mynd/Freyja Gylfadóttir Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Við settum aðsóknarmet og þetta gekk rosalega vel,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs, sem fram fór um liðna helgi. Yfir tvö þúsund manns sóttu hátíðina í ár og var hún talsvert fjölmennari en undanfarin ár. „Þetta er að minnsta kosti 30 prósenta aukning á milli ára. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið um 2.200 manns á hátíðinni þegar að mest var,“ segir Stefán alsæll en hann var að klára að sópa gólfið í tónleikasalnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þær erlendu hljómsveitir sem komu fram í ár voru ákaflega ánægðar með hátíðina. „Erlendu böndin voru heilluð af hátíðinni og líka af landslaginu og náttúrunni hérna fyrir austan. Ónefndur erlendur hljómsveitarmeðlimur sagði við mig að þetta hefði verið í fyrsta skipti í marga mánuði sem það hefði verið gaman að spila á festivali,“ segir Stefán um erlendu böndin.Aðstandendur Eistnaflugshátíðarinnar eru ekkert að grínast hvað varðar allan aðbúnað á hátíðinni. Tónleikarnir voru veisla fyrir augu og eyru.Mynd/Freyja GylfadóttirEistnaflug hefur ávallt verið mikil kynning fyrir Austurland og segir Stefán að hátíðin í ár muni koma til með að vera ákveðin kynningarsprengja fyrir landið og Austurland sérstaklega. „Bara við vorum með um tíu erlenda blaðamenn sem við buðum. Þar fyrir utan komu örugglega um 20 til 30 aðrir erlendir blaðamenn og ljósmyndarar. Þetta voru allavega svona 40 tímarit, að lágmarki, sem voru hérna. Þannig að þetta er einhver rosalegasta kynning sem Austurland hefur fengið,“ segir Stefán. Tónleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað í fyrsta sinn en áður höfðu þeir verið haldnir í Egilsbúð. Það þýðir að mun fleiri gestir geta sótt hátíðina. „Hátíðin verður með þessu sniði, þú bakkar ekkert út úr þessu dæmi. Þetta á bara eftir að stækka.“ Rúmlega 500 útlendingar mættu á Eistnaflug í ár og segir Stefán að miðað við þá umfjöllun sem er að fara í gang erlendis, megi reikna með um 700 útlendingum á næsta ári, sem er talsverð aukning. Stefán segir erfitt að finna hápunkt á hátíð sem þessari. „Tónleikarnir voru einn hápunktur, það er bara þannig,“ segir Stefán fullur tilhlökkunar fyrir næstu hátíð. Tvö erlend bönd eru nú þegar bókuð á hátíðina á næsta ári þau Belphegor og Melechesh.Veðrið lék á köflum við gesti hátíðarinnar.Mynd/Freyja GylfadóttirRúmlega 500 útlendingar mættu á Eistnaflug í ár.Mynd/Freyja GylfadóttirBubbi og Dimma stóðu sig með miklum sóma.Mynd/Freyja GylfadóttirStefán Jakobsson og hljómsveitin Dimma fóru á kostum.Mynd/Freyja Gylfadóttir
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira