Íslensk tónlist í eldlínunni í Slóvakíu Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. júlí 2015 10:00 Tónleikar Bjarkar enduðu með glæsibrag. Fólk stóð agndofa yfir glæsilegum tónleikum sem enduðu með flugeldasýningu. mynd/Ctibor Bachraty Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira