Sigga Lund snaraði sér úr fjölmiðlum yfir í fjárbúskap Guðrún Ansnes skrifar 16. júlí 2015 13:15 Sigga Lund Fjölmiðlakona og fjárbóndi. Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu. Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu.
Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30
Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45