Tengi svona teppi við heimilislíf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 10:00 "Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref,“ segir Þórdís Erla. Vísir/Andri Marinó „Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
„Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira