Helgar gersemar sýndar á Hólum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. júlí 2015 11:15 „Það verður örugglega gaman hér á laugardaginn,“ segir séra Solveig Lára á Hólum. Mynd/heiða@heiða.is „Okkur fannst við hæfi að sýna hið fágæta safn okkar helgu bóka nú þegar Hið íslenska biblíufélag fagnar 200 ára afmæli,“ segir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um sýningu sem þar verður opnuð klukkan 14 á laugardaginn. Bækurnar eru margar hverjar úr safni séra Ragnars Fjalars Lárussonar. „Séra Ragnar Fjalar var ástríðusafnari og keypti fágætar biblíur víðs vegar um landið og erlendis. Þegar hann féll frá eignaðist ríkisstjórnin þær og gaf Hóladómkirkju árið 2006, þegar biskupsstóllinn varð 900 ára,“ lýsir séra Solveig Lára. Guðbrandsbiblía, sem fyrst var prentuð á Hólum 1584, verður að sjálfsögðu til sýnis og tvær aðrar úr sömu prentsmiðju; Þorláksbiblía, kennd við Þorlák Skúlason sem tók við biskupsembættinu af Guðbrandi, og Steinsbiblía sem var prentuð 1728. Séra Solveig Lára nefnir líka biblíu Gustavs Vasa, sem var fyrsta sænska biblían, og biblía Kristjáns III, sem var sú fyrsta danska. „Meðal annars verður til sýnis hið hebreska Gamla testamenti sem Guðbrandur Þorláksson keypti í Þýskalandi og var geymt lengi hér á Hólum þótt enginn þekkti letrið því það er öðruvísi en okkar,“ segir séra Solveig Lára og heldur áfram: „Til er skemmtileg saga um þvottakonur sem voru að þvo hér við lækinn og hituðu vatnið yfir eldi, þeim datt í hug að setja þessa bók á eldinn, þar sem enginn skildi hvort eð er það sem í henni stæði en þá kom einhver sem varð bókinni til bjargar. Talið er að Guðbrandur hafi ætlað að þýða hana sjálfur, hann kunni víst hebresku, enda var hann sérlega mikið menntaður, bæði stjörnufræðingur og náttúrufræðingur og teiknaði fyrsta landakortið af Íslandi, sem frægt er.“ Hið íslenska biblíufélag er talið elsta félag landsins og var upphaflega stofnað til að gera almenningi kleift að eignast Biblíuna. Áður var það ekki á færi nema efnaðra, enda kostaði hún þrjú kýrverð, að sögn séra Solveigar Láru. „Félagið stendur fyrir því að Biblían er alltaf endurskoðuð og prentuð og biskup Íslands hefur verið forseti þess frá upphafi,“ upplýsir hún. Séra Solveig Lára segir sýninguna fyrir alla sem hafa áhuga á bókum. „Svo getur svona sýning kveikt áhuga hjá þeim sem ekki hafa hann fyrir,“ bendir hún á. Á opnunarhátíðinni munu Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja biblíuljóð og boðið verður upp á veitingar. „Það verður örugglega gaman hér á laugardaginn og fullt af fólki sem fær að njóta,“ segir vígslubiskupinn og tekur fram að sýningin verði opnuð klukkan 14 og verði svo opin alla daga í ágúst frá 10 til 18. Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Okkur fannst við hæfi að sýna hið fágæta safn okkar helgu bóka nú þegar Hið íslenska biblíufélag fagnar 200 ára afmæli,“ segir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um sýningu sem þar verður opnuð klukkan 14 á laugardaginn. Bækurnar eru margar hverjar úr safni séra Ragnars Fjalars Lárussonar. „Séra Ragnar Fjalar var ástríðusafnari og keypti fágætar biblíur víðs vegar um landið og erlendis. Þegar hann féll frá eignaðist ríkisstjórnin þær og gaf Hóladómkirkju árið 2006, þegar biskupsstóllinn varð 900 ára,“ lýsir séra Solveig Lára. Guðbrandsbiblía, sem fyrst var prentuð á Hólum 1584, verður að sjálfsögðu til sýnis og tvær aðrar úr sömu prentsmiðju; Þorláksbiblía, kennd við Þorlák Skúlason sem tók við biskupsembættinu af Guðbrandi, og Steinsbiblía sem var prentuð 1728. Séra Solveig Lára nefnir líka biblíu Gustavs Vasa, sem var fyrsta sænska biblían, og biblía Kristjáns III, sem var sú fyrsta danska. „Meðal annars verður til sýnis hið hebreska Gamla testamenti sem Guðbrandur Þorláksson keypti í Þýskalandi og var geymt lengi hér á Hólum þótt enginn þekkti letrið því það er öðruvísi en okkar,“ segir séra Solveig Lára og heldur áfram: „Til er skemmtileg saga um þvottakonur sem voru að þvo hér við lækinn og hituðu vatnið yfir eldi, þeim datt í hug að setja þessa bók á eldinn, þar sem enginn skildi hvort eð er það sem í henni stæði en þá kom einhver sem varð bókinni til bjargar. Talið er að Guðbrandur hafi ætlað að þýða hana sjálfur, hann kunni víst hebresku, enda var hann sérlega mikið menntaður, bæði stjörnufræðingur og náttúrufræðingur og teiknaði fyrsta landakortið af Íslandi, sem frægt er.“ Hið íslenska biblíufélag er talið elsta félag landsins og var upphaflega stofnað til að gera almenningi kleift að eignast Biblíuna. Áður var það ekki á færi nema efnaðra, enda kostaði hún þrjú kýrverð, að sögn séra Solveigar Láru. „Félagið stendur fyrir því að Biblían er alltaf endurskoðuð og prentuð og biskup Íslands hefur verið forseti þess frá upphafi,“ upplýsir hún. Séra Solveig Lára segir sýninguna fyrir alla sem hafa áhuga á bókum. „Svo getur svona sýning kveikt áhuga hjá þeim sem ekki hafa hann fyrir,“ bendir hún á. Á opnunarhátíðinni munu Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja biblíuljóð og boðið verður upp á veitingar. „Það verður örugglega gaman hér á laugardaginn og fullt af fólki sem fær að njóta,“ segir vígslubiskupinn og tekur fram að sýningin verði opnuð klukkan 14 og verði svo opin alla daga í ágúst frá 10 til 18.
Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira