Sólin leynigestur á Bræðslunni í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. júlí 2015 09:00 Bubbi og Dimma rokkuðu og róluðu allhressilega á Bræðslunni í ár. Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir „Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira