Öllu gamni fylgir nokkur alvara Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2015 09:30 Futuregrapher og Jón Ólafsson eru ánægðir með plötuna Eitt. Vísir/Stefán „Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira