Fagnar tíu ára afmælinu með nýrri plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2015 09:45 Retro Stefson vinnur að nýrri plötu sem kemur út á næstunni. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira