Myndaði dívuna okkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 11:30 Egill Ólafs og Diddú í Reykholtskirkju að finna út hver eigi heiðurinn af málverkinu. Mynd/Gunnar Karl „Ég hef myndað Diddú í alls konar aðstæðum, á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum,“ segir Gunnar Karl Gunnlaugsson sem stendur fyrir sýningunni Dásemdardagar með Diddú í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar eru 43 ljósmyndir auk 14 mínútna vídeóverks. „Dásemdardagarnir voru 1.245 talsins,“ segir Gunnar Karl sem kveðst hafa byrjað myndatökurnar af Diddú árið 2012. En hvað kom til að hann fór að elta söngkonuna á röndum? „Ég sá fyrir nokkrum árum þátt um Kristin Sigmundsson söngvara, þá höfðu einhverjir ljósmyndarar elt hann og tekið vídeó líka. Ég hugsaði, af hverju fylgir enginn Diddú, dívunni okkar, með myndavél? "Við hjónin þekkjum hana ágætlega og ég fór þess á leit að fá að mynda hana þegar hún væri í einhverjum giggjum hér á landi. Upphaflega var ég ekkert að hugsa um sýningu en af því Diddú á merkisafmæli á árinu fór ég að kanna möguleikana og komst þá að því að Listasalur Mosfellsbæjar var laus akkúrat í afmælisvikunni svo þetta small saman,“ segir Gunnar Karl sem á rúmlega 4.000 ljósmyndir af söngkonunni vinsælu og vídeóskot líka. Í vídeómyndinni Diddú örstutt spor, sem Gunnar Karl kveðst hafa fengið vin sinn að hjálpa sér að klippa saman, er meðal annars rætt við samstarfsfólk söngkonunnar, Egil Ólafs, Pál Óskar, Önnu Guðnýju, Magga Kjartans, Valgeir Guðjóns og Kristin Sigmunds. Sýningin er opin fram á föstudag 7. ágúst, milli klukkan 12 og 18. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef myndað Diddú í alls konar aðstæðum, á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum,“ segir Gunnar Karl Gunnlaugsson sem stendur fyrir sýningunni Dásemdardagar með Diddú í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar eru 43 ljósmyndir auk 14 mínútna vídeóverks. „Dásemdardagarnir voru 1.245 talsins,“ segir Gunnar Karl sem kveðst hafa byrjað myndatökurnar af Diddú árið 2012. En hvað kom til að hann fór að elta söngkonuna á röndum? „Ég sá fyrir nokkrum árum þátt um Kristin Sigmundsson söngvara, þá höfðu einhverjir ljósmyndarar elt hann og tekið vídeó líka. Ég hugsaði, af hverju fylgir enginn Diddú, dívunni okkar, með myndavél? "Við hjónin þekkjum hana ágætlega og ég fór þess á leit að fá að mynda hana þegar hún væri í einhverjum giggjum hér á landi. Upphaflega var ég ekkert að hugsa um sýningu en af því Diddú á merkisafmæli á árinu fór ég að kanna möguleikana og komst þá að því að Listasalur Mosfellsbæjar var laus akkúrat í afmælisvikunni svo þetta small saman,“ segir Gunnar Karl sem á rúmlega 4.000 ljósmyndir af söngkonunni vinsælu og vídeóskot líka. Í vídeómyndinni Diddú örstutt spor, sem Gunnar Karl kveðst hafa fengið vin sinn að hjálpa sér að klippa saman, er meðal annars rætt við samstarfsfólk söngkonunnar, Egil Ólafs, Pál Óskar, Önnu Guðnýju, Magga Kjartans, Valgeir Guðjóns og Kristin Sigmunds. Sýningin er opin fram á föstudag 7. ágúst, milli klukkan 12 og 18. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira