Íslensk gospeltónlist í útrás vestur um haf Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 08:30 Hér er Óskar Einarsson ásamt hluta gospelhópsins, Reykjavik Gospel Company. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir okkar íslenska gospelhóp, að fá að syngja á svona flottri gospelhátíð í Bandaríkjunum,“ segir Óskar Einarsson, tónlistarmaður og stjórnandi gospelhópsins Reykjavik Gospel Company. Um er að ræða gospelhóp sem inniheldur átta söngvara og fjögurra manna hljómsveit og kemur fram á Gospel-hátíð sem heitir Greater Birmingham Festival of Hope og fer fram í Birmingham í Alabamafylki í Bandaríkjunum. „Þetta er risabatterí og búist við um tólf þúsund manns, þetta fer fram í risaíþróttahöll,“ bætir Óskar við. Tónleikunum verður einnig streymt á netinu þannig að milljónirnar eru ansi margar sem geta fylgst með þeim. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra listamanna en fremstur meðal jafningja er tónlistarmaðurinn Kirk Franklin. „Hann er stærsta nafnið í gospelheiminum í dag og hefur meðal annars unnið Grammy-verðlaun og selt milljónir platna.“ Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Kirk Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Vísir/GettyÓskar segir það mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíð sem er af þessari stærðargráðu. Gospelsenan í Bandaríkjunum er mjög stór og listamenn í gospelgeiranum selja mikið af plötum og markaðurinn stór. „Þetta sýnir hvað við erum á góðum standard. Þessir aðilar sem standa fyrir þessu heyrðu í okkur koma fram á Íslandi fyrir um tveimur árum og voru hrifnir af okkur. Þeir buðu okkur til Færeyja fyrir skömmu og svo núna til Bandaríkjanna,“ segir Óskar. Kórinn kom fram með annarri stjörnu í gospelheiminum, Michael W. Smith, á stórum tónleikum í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Tónleikar Reykjavik Gospel Company eru þó ekki eina erindi Óskars í Bandaríkjunum því að þrjátíu manna Gospelkór Fíladelfíu, sem Óskar stýrir einnig, kemur fram á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum á næstu dögum. „Við förum út í dag og verðum úti til 17. ágúst. Við tökum nokkra tónleika í kirkjum í New York og Boston. Við erum að fara til að njóta og sjá hvað er að gerast í þessari senu í Bandaríkjunum,“ segir Óskar. Reykjavik Gospel Company hefur lítið komið fram undir eigin nafni en hefur komið fram víða og þá oftast í formi bakradda á til dæmis Jólagestum Björgvins Halldórssonar en hluti Gospelkompanísins er einnig hluti af Gospelkór Fíladelfíu. Reykjavik Gospel Company kemur fram á tónleikunum í Alabama næsta föstudag og verður hægt að horfa á tónleikana á netinu. Hópurinn ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag eftir Óskar á tónleikunum. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir okkar íslenska gospelhóp, að fá að syngja á svona flottri gospelhátíð í Bandaríkjunum,“ segir Óskar Einarsson, tónlistarmaður og stjórnandi gospelhópsins Reykjavik Gospel Company. Um er að ræða gospelhóp sem inniheldur átta söngvara og fjögurra manna hljómsveit og kemur fram á Gospel-hátíð sem heitir Greater Birmingham Festival of Hope og fer fram í Birmingham í Alabamafylki í Bandaríkjunum. „Þetta er risabatterí og búist við um tólf þúsund manns, þetta fer fram í risaíþróttahöll,“ bætir Óskar við. Tónleikunum verður einnig streymt á netinu þannig að milljónirnar eru ansi margar sem geta fylgst með þeim. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra listamanna en fremstur meðal jafningja er tónlistarmaðurinn Kirk Franklin. „Hann er stærsta nafnið í gospelheiminum í dag og hefur meðal annars unnið Grammy-verðlaun og selt milljónir platna.“ Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Kirk Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Vísir/GettyÓskar segir það mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíð sem er af þessari stærðargráðu. Gospelsenan í Bandaríkjunum er mjög stór og listamenn í gospelgeiranum selja mikið af plötum og markaðurinn stór. „Þetta sýnir hvað við erum á góðum standard. Þessir aðilar sem standa fyrir þessu heyrðu í okkur koma fram á Íslandi fyrir um tveimur árum og voru hrifnir af okkur. Þeir buðu okkur til Færeyja fyrir skömmu og svo núna til Bandaríkjanna,“ segir Óskar. Kórinn kom fram með annarri stjörnu í gospelheiminum, Michael W. Smith, á stórum tónleikum í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Tónleikar Reykjavik Gospel Company eru þó ekki eina erindi Óskars í Bandaríkjunum því að þrjátíu manna Gospelkór Fíladelfíu, sem Óskar stýrir einnig, kemur fram á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum á næstu dögum. „Við förum út í dag og verðum úti til 17. ágúst. Við tökum nokkra tónleika í kirkjum í New York og Boston. Við erum að fara til að njóta og sjá hvað er að gerast í þessari senu í Bandaríkjunum,“ segir Óskar. Reykjavik Gospel Company hefur lítið komið fram undir eigin nafni en hefur komið fram víða og þá oftast í formi bakradda á til dæmis Jólagestum Björgvins Halldórssonar en hluti Gospelkompanísins er einnig hluti af Gospelkór Fíladelfíu. Reykjavik Gospel Company kemur fram á tónleikunum í Alabama næsta föstudag og verður hægt að horfa á tónleikana á netinu. Hópurinn ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag eftir Óskar á tónleikunum.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira