Reggí tekur yfir Gamla bíó Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:00 Rocky Dawuni kemur fram í Gamla bíói 30. ágúst. Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp