Kaleo tók upp myndband í nístingskulda í Þríhnúkagíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 08:30 Strákarnir í Kaleo voru heillaðir af umhverfinu ofan í Þríhnúkagíg. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira