Hrært saman í góða kássu 11. janúar 2016 12:00 ,,Ég nýt þess mikið að vera leiðangursstjórinn inni í Serengeti-garðinum þar sem allir taka þátt og merkja sín svæði,“ segir President Bongo um gerð nýju plötunnar Serengeti. MYND/ARI MAGG Eftir 20 ára farsælan og viðburðaríkan feril með hljómsveitinni GusGus ákvað Stephan Stephensen, öðru nafni President Bongo, að segja skilið við félaga sína og hefja sólóferil ásamt því að einbeita sér að öðrum verkefnum. Fyrir nokkrum vikum kom svo frumburðurinn út, konseptplatan Serengeti. Á henni leggur fjöldi ólíkra hjálparmanna, eða tilfinningasmiða eins og hann kallar þá, honum lið við að skapa verk sem lýsa á lífinu í þjóðgarðinum Serengeti sem er á landamærum Tansaníu og Kenýa.Hægt er að hlusta á plötuna í heild á Soundcloud og Spotify auk þess sem horfa má á magnað myndband við lagið Greco á YouTube-rásinni President Bongo. Hann segir að Serengeti hefði auðveldlega getað verið nokkuð öflug hryggjarsúla í GusGus-verki og skemmtileg viðbót í flóru sveitarinnar með ýmsum viðbótum, t.d. söng Daníels Ágústs og Högna. „Hlutirnir þróuðust hins vegar þannig að tilraunamennska var ekki fremsti fuglinn í GusGus-oddafluginu og því ákvað ég að skera mig úr flokknum og leita eigin leiða. Taka Gæsavatnaleiðina til Egilsstaða. Hér kennir ýmissa grasa og erfitt er að lýsa þeim nákvæmlega. Best er að loka augunum og hlusta og láta hugann reika.“Til í tuskiðAðspurður nánar út í brotthvarf sitt úr GusGus segir Bongo: „Hvernig útskýrir maður af hverju samband endar? Dó ástin? Þagnaði hláturinn? Hvarf spennan? Hvar eru börnin? Braustu handklæðin vitlaust saman og í ofanálag settir aldrei í vél? Á hljómsveitarmáli er þetta víst nefnt „listrænn ágreiningur“ og þá gerir maður auðvitað sína eigin plötu þar sem maður ræður því sjálfur hvernig handklæðin eru brotin saman. Maður áttar sig á hvað maður vill ekki gera og fer hina leiðina og lætur hjartað ráða för.“ Hann segir það hafa verið frábæra tilfinningu að vera eigin herra eftir öll þessi ár. „Ég nýt þess mikið að vera leiðangursstjórinn inni í Serengeti-garðinum þar sem allir taka þátt og merkja sín svæði. Ég lít þó á þessa plötu sem samstarf og líður eiginlega eins og leikstjóra, frekar en sóló-artista. Þannig er ég til í tuskið en á endanum er það ég sem er skrifaður fyrir öllu ruglinu og tek alla ábyrgð.“„Hér kennir ýmissa grasa og erfitt er að lýsa þeim nákvæmlega. Best er að loka augunum og hlusta og láta hugann reika,“ segir President Bongo um fyrstu sólóplötu sína Serengeti sem kom út nýlega.MYND/SNORRI BROSFengið góðar viðtökur Hann segir vinnuferlið hafa verið bæði skemmtilegt og gefandi, heima og að heiman. „Ég sendi og fékk senda frá þessum tilfinningasmiðum músík sem ég útsetti síðan og raðaði saman í það sem varð á endanum efnið í allar þessar vindáttir sem fjallað er um á plötunni. Tilfinningasmiðirnir eru af ýmsum toga; innlendir og erlendir tónlistarmenn, leikstjórar og hönnuðir.“ Serengeti hefur fengið góðar viðtökur og segist hann hafa á tilfinningunni að fólk skilji að verkið fjallar um annað og meira en þriggja mínútna útgáfu af poppi. „Verkið fjallar um samruna líkama og sálar, frumþarfir og trans. Ástina, lífið og láta ímyndanaraflið hræra þessu öllu saman í góða kássu. Hingað til hafa gagnrýnendur gefið sér tíma til að hlusta og skilja konseptið til fullnustu og það yljar manni um hjartaræturnar því að baki liggur mikil vinna.“Mörg járn í eldinum Margt annað spennandi er á döfinni hjá Bongo í ár. „Ég, Dj Margeir og Ásdís María erum harðákveðin í að byrja fyrir alvöru að vinna fyrstu Gluteus Maximus-plötuna og sú vinna hófst í vikunni. Svo er ég með tvær ljósmyndabækur í smíðum og vonandi enn eina ljósmyndasýninguna með haustinu. Ég er sífellt að gera endurhljóðblandanir og er nýbúinn að skila af mér mixi fyrir Wild Style Lion. Um er að ræða rokk-prójekt Khan of Finland þar sem Kim Gordon kemur við sögu. Þessa dagana er ég að leggja lokahönd á mix fyrir Fufanu. Nokkur járn í eldinum sem ættu að ylja manni fram á sumar." Nánari upplýsingar má finna á www.radiobongo.net. starri@365.is Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Eftir 20 ára farsælan og viðburðaríkan feril með hljómsveitinni GusGus ákvað Stephan Stephensen, öðru nafni President Bongo, að segja skilið við félaga sína og hefja sólóferil ásamt því að einbeita sér að öðrum verkefnum. Fyrir nokkrum vikum kom svo frumburðurinn út, konseptplatan Serengeti. Á henni leggur fjöldi ólíkra hjálparmanna, eða tilfinningasmiða eins og hann kallar þá, honum lið við að skapa verk sem lýsa á lífinu í þjóðgarðinum Serengeti sem er á landamærum Tansaníu og Kenýa.Hægt er að hlusta á plötuna í heild á Soundcloud og Spotify auk þess sem horfa má á magnað myndband við lagið Greco á YouTube-rásinni President Bongo. Hann segir að Serengeti hefði auðveldlega getað verið nokkuð öflug hryggjarsúla í GusGus-verki og skemmtileg viðbót í flóru sveitarinnar með ýmsum viðbótum, t.d. söng Daníels Ágústs og Högna. „Hlutirnir þróuðust hins vegar þannig að tilraunamennska var ekki fremsti fuglinn í GusGus-oddafluginu og því ákvað ég að skera mig úr flokknum og leita eigin leiða. Taka Gæsavatnaleiðina til Egilsstaða. Hér kennir ýmissa grasa og erfitt er að lýsa þeim nákvæmlega. Best er að loka augunum og hlusta og láta hugann reika.“Til í tuskiðAðspurður nánar út í brotthvarf sitt úr GusGus segir Bongo: „Hvernig útskýrir maður af hverju samband endar? Dó ástin? Þagnaði hláturinn? Hvarf spennan? Hvar eru börnin? Braustu handklæðin vitlaust saman og í ofanálag settir aldrei í vél? Á hljómsveitarmáli er þetta víst nefnt „listrænn ágreiningur“ og þá gerir maður auðvitað sína eigin plötu þar sem maður ræður því sjálfur hvernig handklæðin eru brotin saman. Maður áttar sig á hvað maður vill ekki gera og fer hina leiðina og lætur hjartað ráða för.“ Hann segir það hafa verið frábæra tilfinningu að vera eigin herra eftir öll þessi ár. „Ég nýt þess mikið að vera leiðangursstjórinn inni í Serengeti-garðinum þar sem allir taka þátt og merkja sín svæði. Ég lít þó á þessa plötu sem samstarf og líður eiginlega eins og leikstjóra, frekar en sóló-artista. Þannig er ég til í tuskið en á endanum er það ég sem er skrifaður fyrir öllu ruglinu og tek alla ábyrgð.“„Hér kennir ýmissa grasa og erfitt er að lýsa þeim nákvæmlega. Best er að loka augunum og hlusta og láta hugann reika,“ segir President Bongo um fyrstu sólóplötu sína Serengeti sem kom út nýlega.MYND/SNORRI BROSFengið góðar viðtökur Hann segir vinnuferlið hafa verið bæði skemmtilegt og gefandi, heima og að heiman. „Ég sendi og fékk senda frá þessum tilfinningasmiðum músík sem ég útsetti síðan og raðaði saman í það sem varð á endanum efnið í allar þessar vindáttir sem fjallað er um á plötunni. Tilfinningasmiðirnir eru af ýmsum toga; innlendir og erlendir tónlistarmenn, leikstjórar og hönnuðir.“ Serengeti hefur fengið góðar viðtökur og segist hann hafa á tilfinningunni að fólk skilji að verkið fjallar um annað og meira en þriggja mínútna útgáfu af poppi. „Verkið fjallar um samruna líkama og sálar, frumþarfir og trans. Ástina, lífið og láta ímyndanaraflið hræra þessu öllu saman í góða kássu. Hingað til hafa gagnrýnendur gefið sér tíma til að hlusta og skilja konseptið til fullnustu og það yljar manni um hjartaræturnar því að baki liggur mikil vinna.“Mörg járn í eldinum Margt annað spennandi er á döfinni hjá Bongo í ár. „Ég, Dj Margeir og Ásdís María erum harðákveðin í að byrja fyrir alvöru að vinna fyrstu Gluteus Maximus-plötuna og sú vinna hófst í vikunni. Svo er ég með tvær ljósmyndabækur í smíðum og vonandi enn eina ljósmyndasýninguna með haustinu. Ég er sífellt að gera endurhljóðblandanir og er nýbúinn að skila af mér mixi fyrir Wild Style Lion. Um er að ræða rokk-prójekt Khan of Finland þar sem Kim Gordon kemur við sögu. Þessa dagana er ég að leggja lokahönd á mix fyrir Fufanu. Nokkur járn í eldinum sem ættu að ylja manni fram á sumar." Nánari upplýsingar má finna á www.radiobongo.net. starri@365.is
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira