Björgunarsveitamenn undir miklu álagi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Fjáröflun björgunarsveitanna tekur mikinn tíma af sjálfboðaliðum og með stærri verkefnum sveitanna hefur álag á þá aukist mjög. Fréttablaðið/Vilhelm Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00