Tómas gefur út lag við ljóð Atómskálds Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2016 17:30 Tómas Jónsson. vísir Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira