Golf

Snedeker tekur forystuna á Sony Open

Snedeker hefur verið í stuði á Hawaii.
Snedeker hefur verið í stuði á Hawaii. Getty
Bandaríkjamaðurinn brosmildi, Brandt Snededer, leiðir eftir 36 holur á Sony Open sem fram fer á Hawaii en hann er á 12 höggum undir pari.

Snedeker lék annan hringinn í gærnótt á 65 höggum eða fimm undir pari og á eitt högg á landa sinn Kevin Kisner sem kemur á 11 undir.

Nokkrir deila þriðja sætinu á tíu undir pari, meðal annars sigurvegari opna breska, Zach Johnson og fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald.

Vijay Singh var í forystu eftir fyrsta hring en hann gæti með sigri bætt gamalt met Sam Snead á PGA-mótaröðinni sem elsti sigurvegari í móti.

Honum fataðist flugið aðeins á öðrum hring sem hann lék á einu höggi undir pari en Singh er þó enn í toppbaráttunni á samtals átta undir pari.

Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 23:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×