Tónlist

Hlustaðu á brot úr nýju lagi frá Steinari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinar.
Steinar. Mynd: Hildur Erla
Tónlistarmaðurinn Steinar Baldursson er þessa dagana að leggja lokahönd á nýja plötu. Nýtt lag kemur út þann 22. janúar og má fastlega gera ráð fyrir því að það verði nokkuð vinsælt en Steinar sló algjörlega í gegn hér landi fyrir nokkrum misserum.

„Ég fékk hárprúða vin minn Kela úr Agent Fresco til að tromma fyrir mig í þessum teaser þar sem heyra má brot úr laginu. Njótið og endilega deilið áfram,“ segir Steinar sem birtir smá brot úr nýju lagi á Facebook-síðu sinni.

Hér að neðan má heyra umrætt brot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.