80% aukning umsókna hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 12. janúar 2016 10:57 80% fleiri umsóknir bárust til SVFR fyrir sumarið 2016 Mynd úr safni Nú er úthlutun veiðileyfa að hefjast hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) en umsóknarfrestur rann út á miðnætti að kvöldi 10. janúar. Gríðarleg aukning er í fjölda umsókna á milli ára því umsóknir eru um 80% fleiri en í fyrra, þrátt fyrir að félagsmönnum hafið fækkað lítið eitt á milli ára. Framboð félagsins er svipað og fyrir ári, Steinsmýrarvötn hverfa á braut en Þverá við Haukadalsá kemur ný inn í söluskrá. Það er alltaf sami áhuginn á Elliðaánum, þær munu seljast upp í úthlutun eða því sem næst, eins og undanfarin ár. Það verður dregið um leyfin í Elliðaánum fimmtudaginn 28. janúar fyrir opnum tjöldum í húsnæði SVFR við Rafstöðvarveg. Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður félagsins mun halda þar um stjórntaumana eins og áður. Það er líka sótt gríðarlega vel um Hítarána, hún hefur verið gjöful undanfarin ár og félagsmenn geta eldað sjálfir í Lundi á ákveðnum tímabilum. Þá virðast félagsmenn SVFR taka Haukadalsánni býsna vel og er mikið sótt um leyfi í henni. Eins er Gljúfurá eftirsótt, sem og Andakílsá, Bíldsfell í Sogi, Gufudalsá og Fáskrúð. Langáin er vel seld og virðast félagsmenn hafa tekið breytingum á leyfðu agni síðasta sumar ákaflega vel en eingöngu má veiða á flugu í Langá. Meira er sótt um daga í september en áður enda um mjög hagstæð veiðileyfi að ræða miðað við veiðivon. Þá eru urriðasvæðin fyrir norðan í þokkalegum gír. Forsalan í haust gekk vonum framar og svo virðist sem ársvæði SVFR séu betur seld nú en oft áður. Kannski engin furða sé litið til þess hversu vel veiddist í ám félagsins á síðasta sumri. Ljóst er að salan í sumar verður góð en salan nú er meiri en á sama tíma í fyrra. Þau leyfi sem eftir standa verða boðin til sölu í vefsölu SVFR sem opnar í febrúar. Nú er félagsstarfið að hefjast af fullum krafti. Kvennadeild SVFR verður með góða dagskrá í vetur og sömuleiðis ný skemmtinefnd SVFR. Þá er Veiðimaðurinn nr. 201 á leið í prentun, heilar 124 blaðsíður af hreinu veiðikonfekti. Þannig að félagsmenn eiga von á niðurstöðum úthlutunar og Veiðimanninum um mánaðamótin næstu. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Nú er úthlutun veiðileyfa að hefjast hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) en umsóknarfrestur rann út á miðnætti að kvöldi 10. janúar. Gríðarleg aukning er í fjölda umsókna á milli ára því umsóknir eru um 80% fleiri en í fyrra, þrátt fyrir að félagsmönnum hafið fækkað lítið eitt á milli ára. Framboð félagsins er svipað og fyrir ári, Steinsmýrarvötn hverfa á braut en Þverá við Haukadalsá kemur ný inn í söluskrá. Það er alltaf sami áhuginn á Elliðaánum, þær munu seljast upp í úthlutun eða því sem næst, eins og undanfarin ár. Það verður dregið um leyfin í Elliðaánum fimmtudaginn 28. janúar fyrir opnum tjöldum í húsnæði SVFR við Rafstöðvarveg. Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður félagsins mun halda þar um stjórntaumana eins og áður. Það er líka sótt gríðarlega vel um Hítarána, hún hefur verið gjöful undanfarin ár og félagsmenn geta eldað sjálfir í Lundi á ákveðnum tímabilum. Þá virðast félagsmenn SVFR taka Haukadalsánni býsna vel og er mikið sótt um leyfi í henni. Eins er Gljúfurá eftirsótt, sem og Andakílsá, Bíldsfell í Sogi, Gufudalsá og Fáskrúð. Langáin er vel seld og virðast félagsmenn hafa tekið breytingum á leyfðu agni síðasta sumar ákaflega vel en eingöngu má veiða á flugu í Langá. Meira er sótt um daga í september en áður enda um mjög hagstæð veiðileyfi að ræða miðað við veiðivon. Þá eru urriðasvæðin fyrir norðan í þokkalegum gír. Forsalan í haust gekk vonum framar og svo virðist sem ársvæði SVFR séu betur seld nú en oft áður. Kannski engin furða sé litið til þess hversu vel veiddist í ám félagsins á síðasta sumri. Ljóst er að salan í sumar verður góð en salan nú er meiri en á sama tíma í fyrra. Þau leyfi sem eftir standa verða boðin til sölu í vefsölu SVFR sem opnar í febrúar. Nú er félagsstarfið að hefjast af fullum krafti. Kvennadeild SVFR verður með góða dagskrá í vetur og sömuleiðis ný skemmtinefnd SVFR. Þá er Veiðimaðurinn nr. 201 á leið í prentun, heilar 124 blaðsíður af hreinu veiðikonfekti. Þannig að félagsmenn eiga von á niðurstöðum úthlutunar og Veiðimanninum um mánaðamótin næstu.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði