Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á.
Sjá einnig: David Bowie látinn
Sjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina.
„Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands.
„David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.
Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“
„Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður.